Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur 3 stórglæsilega gönguskála á Víknaslóðum. Skálarnir eru með best útbúnu gönguskálum á landinu, og er þar að finna allt til þess að gera dvölina einstaklega ánægjulega. Skálarnir eru byggðir í sjálfboðavinnu af meðlimum og velunnurum FFF frá árunum 1998 - 2009 en ennþá er verið að bæta aðstöðuna á hverju sumri, gestum til aukinna þæginda. Yfir háannatímann er skálavörður staðsettur í hverjum skála sem sér um að allt sé í röð og reglu. Við mælum með því að bóka dvöl í skálunum fyrirfram hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs.
Breiðuvíkurskáli Byggingarár: 1998
Gistirými: 33 svefnpokapláss
Starfstími: Gönguskáli
Sími: Enginn
GPS staðsetning: 65.27.830 N / 13.40.286 V
Annað: Timburkamína til upphitunar -
Gashellur til eldunar - Vatnssalerni - Tjaldstæði
Húsavíkurskáli
Byggingarár: 2000
Gistirými: 33 svefnpokapláss
Starfstími: Gönguskáli
Sími: Enginn
GPS staðsetning: 65°23,68 N / 13°44,42 V
Annað: Timburkamína til upphitunar - Gashellur til eldunar -
Vatnssalerni og sturta - Tjaldstæði
Loðmundarfjarðarskáli
Byggingarár: 2009
Gistirými: 38 svefnpokapláss
Starfstími: Gönguskáli
Sími í skálavarðaskýli: 863-8637
GPS staðsetning: 65,21,909. W13,53,787
Annað: Timburkamína til upphitunar - Gashellur til eldunar -
Vatnssalerni og sturta - Tjaldsvæðissalerni. Tjaldsvæði