Snotrunes

Snotrunes.
(Eftir handriti Andrésar Björnssonar).

Þá verða fyrst talin örnefni meðfram sjónum.

Syðst er Urð, Urðarsker, Urðarsund, Urðarvogur, Urðarklappir út af þeim hátt sker, EinbúiTorflæksfoss, Torflæksklappir, Hvannstóðshorn, lítill naggur, Brimill, Hvannstóðsbás, aðeins utar er Háfur.  Mjó og löng skora, Sauðabani og Sauðabanaklappir, út af þeim Breiðuflúðir, norðar Dalslækjarklappir.  Austur af þeim Karmar.  Þar sem Dalslækur fellur í sjóinn heitir Dalslækjarlón.  Þá Stekkjarflúð og rétt við Litla-Stekkjarflúð.  Á milli þessara flúða myndast stór pollur, Andapollur.  Þá Langafjara, þar austur af Lón og utan við það Langasker.  Suður af því er lítill naggur, Hlass.  Austur af Langaskeri Nautabaka, flæðihætta á fé.  Löngufjöruklöpp norðar, Gatklöpp austar stórt sker er heitir SkellaFremri-Skelluhali og Ytri-Skelluhali..  Austur af Skellu heita SkelluboðarBæjarlækurinn fellur fram af kletti niður í fjöruna.  Þar heitir FossBæjarfjara heitir beggja megin við Bæjarlæksósinn.  Syðst í Bæjarfjöru heitir Bæjarfjörusker.  Austur af því er lítill vogur, Hundavogur.  Þar austur af Kofulón.

Utan við Bæjarlæksósinn er Bátauppsátur og eini staður fyrir öllu Neslandi sem hægt er að lenda ef nokkur kvika er í sjó.  Lítill umflotinn naggur er fyrir miðri fjörunni og heitir hann Naggur.  Í Bæjarfjöru er sléttlagaður steinn, heitir Snotrustóll.  Norðan við Bæjarfjöru er Kríustapaklöpp, þá Kríustapi, norðar HvalfjaraMiðlækur fellur fram af kletti niður í Hvalfjöru, heitir þar MiðlæksfossForvaði er í Hvalfjöru og norðan við hann heitir Ytri-Hvalfjara og þar austar Hvalfjörulón.  Þá er umflotið sker, Æðarsker.  Norðan við Ytri-Hvalfjöru er Ystalækjarlón og Ystalækjarklappir og norðar Krosshöfðafjara.  Aðeins sunnar Stallur, norðar Krosshöfðaklettar og á þeim Hornsílapollur.  Austur af Krosshöfða er Krosshöfðalón, þar norður af margar flúðir kallaðar Krosshöfðaflúðir – flæðihætta fyrir sauðfé.  Þá heitir Prestbanafjara, sunnar Rykapollur, austar Háasker.  Nyrst í Prestbanafjöru er Gráikrókur.  Næsta fjara heitir Stekkjarfjara.  Nyrst í henni er stór steinn er kallast Fjörulalli.  Löng klöpp til sjávar heitir Stekkjarfjöruklöpp.  Norðan við þessa klöpp er Stekkjarvogur og að norðan er Brattaklöpp og þá Rekabás.  Þar austar eru stórar klappir, Fuglabæli.  Nyrst í Rekabás er Froðupollur.  Norðar eru Drumbafjöruklettar, austur af þeim er djúpboði, kallast hann Hrekkur

Fyrir fáum árum stímaði flutningabáturinn Hjalti á þennan boða í myrkri með marga Borgfirðinga.  Báturinn sökk á svipstundu en mennirnir komust í bát er þeir höfðu í slefi.  Hefðu allir mennirnir drukknað ef þeir hefðu ekki haft þennan bát.  Það töldu mennirnir sem á bátnum voru.  Mennirnir voru að koma úr Óshafnarflutningum í rennisléttum sjó og blæjalogni að hausti til.

Þá heitir Drumbafjara og Drumbafjöruvogur og norðan við Drumbafjöruklettar, mjög háir og þverhníptir.  Sjávar megin fyrir þeim miðjum er stór steinn umflotinn sem heitir Gammur eftir hundi sem ég gat með naumindum bjargað með því að klifra niður á steininn.  Hundurinn komst ekki á steininn með fuglinn.

Ræfill heitir næsti bás.  Norðan við hann er Flötuflúðaklöpp og austur af henni er lítið sker, Kollubani.  Þar norðar Flataflúð, þar er flæðihætta fyrir sauðfé.  Ofan við Flötuflúð er Stórurð en norðan við Flötuflúð er stór vogur, Óspakur.  Austur af Flötuflúð er blindsker á flóði.  Bóla heitir hún og er í róðrarleið og hættuleg bátum.  Norðan við Óspak er stór og fallegur stapi er heitir Máfastapi og þar austar Máfastapahali.  Í austur af Máfastapahala liggur Landsendaröst.  Norðan við stapann er Máfastapafjara og Máfastapavogur.  Þar norðar er stórt og hátt sker, Svartbakur.  Þá Landsendalón og austan við það Lónskarmar.  Ofan við lónið er Illaurð.  Nyrst í lóninu er þunn og há klettabrík sem heitir Máfabrík.  Þar tekur við Hagahraunsfjara, Hagahraunsvogur og Hagahraunsklappir.  Norðan við þær Djúpivogur.  Þar norðar er löng urð, Skriðuvíkururð.  Þar austar Skriðuvíkurflúðir og austur af þeim Skriðuvíkurboði.  Nyrst við urðina er lítill klettastapi og sund á milli.  Heitir klettur þessi Steinþór og sundið Steinþórssund.  Þá er Skriðuvík.  Stórt sker er nyrst í Skriðuvík er heitir Höfrungshlaup og þar norðar Skriðuvíkurkrókur.  Þá taka við Skriðuvíkurklappir og austan í þeim er stór steinn á hlóðum sem heitir Skuggi.  Dálítið norðar Mjóivogur en norðar Teistuskvompa.  Þar norðar Hellisskvompa.  Dálítið norðar er Aðgerðarhvammsvogur niður af Krossjaðri.  Næstur er Illibás en norðan  við hann er Bölmóðshlein, landamerki við Njarðvík.  Austur af Illabás er hátt og fallegt sker er heitir Vörður.

Þrjú fiskimið teljast fyrir Snotruneslandi og þau eru:  Stekkjarleira, Landsendaröst og Miðfjarðargrunnur en þá ber Álfaborg í Hvolshól og Kollumúli við Ósafjöll.

Þá verða næst talin örnefni til landsins og þá er Torflækjargil syðsta gilið í landinu.  Torflækur fellur eftir gili þessu til sjávar en hann á upptök í Rauðskriðufjalli.  Sunnan við Torflæk neðst heitir Torflæksgrund og þar eru beitarhús.  Neðan við grundina eru Hvammar.  Sunnan við Grundina er Þúfulág og þar sunnar og vestar Innmýrar sem ná að landamerkjaskurði við Geitavíkurland.  Bein lína í Grafgilslæk sunnan við Grafgilsups í miðjum Stórskriðudal er landamerkjalína milli Geitavíkur og Snotruness.

Ofan við Grundina heitir Torflæksbakki og þar ofar heita Móar og liggur þjóðvegurinn gegn um þá.  Ofan við Móana heita Melar og norðan við þá Stekkjarbotnar.  Þar ofar eru Efri-Stekkjarbotnar sem ná að Torflæksgili sem þar er bæði djúpt og breitt.  Stór kletta og melhryggur er framan við Efri-Stekkjarbotna.  Heitir hann Grafgilsups og þar ofar er Hvíthamar.  Vestan við Hvíthamra er Stórskriðudalur.  Efsta fjallsröðin heitir Stórskriðudalsegg.  Utan Torflæks neðst heitirTorflækshorn og Ytri-Torflæksbakki upp að vegi.  Litli-Torflækur myndar smátungu er heitir TungaLeiti heitir skammt utan við Torflæk.  Þá kallast Mýrar sem ná að Dalslæk sem er skammt innan við Snotrunesbæ.  Bakkarnir neðan við Mýrar heita Hvammar og ysti hlutinn Dalslækjarhorn en innst eru mógrafir er heita Grafir.  Lítill lækur sem fellur niður miðjar Mýrar heitir Ísleifsfen.  Smágil utan við Mýrarnar heitir Bröttubrúnargil og utan við það Dalslækjarbunga og tún þar ofar Dalslækjarþýfi.  Vestan við það eru Eyvararstekkur, mjög gamlar tættur.  Þar innar er Forarflói en Króabrot innar og ná að Torflæk.  Ofan við Eyvararstekk er Dalslækjarmelur og vestan við hann Hryggjagonta.  Sunnar er Breiðagonta og vestan við hana er Lyngbrekka.  Þar ofar er Hryggjakollsdæld og nær hún að Rauðskriðufjalli.  Utan í Hryggjum er mýrarblettur, Engi og þar nokkuð ofar fallegur botn, BlábotnDalslækjargil er skammt framan við bæinn.  Dalslækur fellur eftir því og á upptök í Rauðskriðufjalli.  Utan við Dalslæk neðst heitir túnið Borg.  Lítill lækur eða kelda utan við Borgina heitir Biskupskelda.  Sjávarbakkar og túnið upp að bænum sunnan við Bæjarlæk heitir Niðurtún.  Djúp og hlykkjótt lág liggur niður túnið og heitir hún Skipalág.  Suður af bænum er Illiteigur, út og austur af bænum er Forartunga.  Vestan við bæinn er Upptún.  Ofan við túnið eru Kvíar og Kvíahvammur.  Vestan við bæinn heitir Mýri sem gengur að Fremrihól.  Upp úr Mýri gengur gonta, Fúsagonta.  Fremst á Fremrihól heitir Hall er nær að Dalslæk.  Ofan við Hallið er stórt dý er heitir Fremrahólsdý.  Lítinn spöl ofar heita Grænubalar og þar ofar Neðrihæðir og framar Langagonta.  Foss er í Dalslæknum er heitir Dalslækjarfoss.  Nokkru ofar er Loðnibotn er nær að Dalslæk.  Utar og ofar eru Efrihæðir.  Utan og ofan við Grænubala heitir Nautabrekka er nær að Bæjarlæk.  Yst í henni er Harðagonta og ofar Nautabrekkumelur.  Svæðið ofan við mel þennan er í daglegu tali kallað “Ofan við Nautabrekku”.  Þar ofar heitir Bæjarhnaus er nær frá DalslækBæjarlæk.  Utan til í Bæjarhnaus er lítill botn er nefnist Skál.  Ofan við Bæjarhnaus er stórt fjall, Rauðskriðufjall og framan til í því heitir Klettur, hár og brattur.  Efst á fjallinu er Slakki en efsti hnúkurinn heitir NesþúfaBæjarlækurinn fellur rétt norðan við bæinn eftir Bæjargili sem er djúpt og klettótt með köflum.  Efrihjáleiga og Neðrihjáleiga heita tún utan við lækinn.  Sjálfur bakkinn heitir Bæjarfjörubakki og utar er Hvalfjörubakki.  Þá heitir Hjáleigumýri ofan við veginn og þar ofar Ytrihóll, Fremrihólkollur og Ytrihólkollur.  Þar ofar heita Tungur, stórt svæði er nær á milli Bæjarlæks og Miðlæks.  Tveir litlir lækir falla niður Tungurnar og skipta þeim í þrennt og heita þær Fremstatunga, Miðtunga og Ystatunga.  Lækirnir heita Fremritungulækur og Ytritungulækur.  Neðsti hlutinn af Fremstutungunni heitir Fossbrekka.  Lítill botn er ofan við þessa brekku og heitir hann Fossbrekkubotn.  Geysidjúpt hamragil er sunnan við Fossbrekkuna og fellur Bæjarlækur niður í það fram af háum kletti og heitir Bæjarlæksfoss.  Í miðri Ystugungu heitir Stallur og Mjódd rétt neðar.  Ofan við Tungurnar heitir Kallsbotnsbrún og þar ofar Kallbotn.  Lítill klettur, snotur, er í Kallbotni sem heitir Kall (=karl).  Ofan við Kallbotn heitir Efri-Kallbotnsbrún.  Þá er æði stórt svæði sem kallast “Ofan við Efri-Kallsbotnsbrún” og þar sunnar er Bæjarlæksstafn.  Þar ofar er Stórbotnsmelur og Stóribotn.  Þar er dálítið engjaland.  Utar og neðar er lítill melur er heitir Heystæði.  Ofan við Stórabotn heitir Nesháls og eru þar landamerki við Njarðvík.  Sunnan við Nesháls heitir Öxl.  Utan og ofan við Stórabotn heitir Skriðnadalssvarp.  Neðan við Skarðið er klettadrangur er heitir Grátoppur.

Miðlæksgil er skammt utan við Nesbæ og fellur Miðlækur eftir því. Meðfram Miðlæk neðst er gamall Nátthagi, hlaðinn úr torfi á sjávarbakkanum.  Þar utar kallast Ytri-Hvalfjörubakki.  Ofan við bakkann er Miðlækstún.  Þar ofar er Miðlæksmýri og upp úr henni gengur löng gonta sem heitir Miðlæksgonta.  Utan við Miðlækinn, neðst í fjallinu, er grösugur hvammur er heitir Fjárskjól.  Nokkuð utar og ofar heita Hámelar og þar neðar Hámelamýri.  Ofan við Hámela er botn er heitir Leynibotn.  Þar ofar er stór hnaus, heitir hann Kallhnaus.  Þar ofar Langihryggur er nær að Skriðnadalsskarði.  Framan við Langahrygg heitir Grænakinn.

Næsti lækur við Miðlæk heitir Ystilækur og Ystalæksgil sem lækurinn fellur eftir.  Stutt fyrir utan Ystalæk, á sjávarbakkanum, er klettur sem heitir Krosshöfði.  Upp af Krosshöfða heitir LeitiKrosshöfðakelda er utan við leitið og aðeins utar eru gamlar svarðargrafir.  Þá taka við mýrar sem kallast Útmýrar.  Sjálfir bakkarnir fyrir neðan heita Háubakkar.  Yst á Háubökkum er hár klettur ofan við fjöruna.  Þessi klettur heitir Prestbani.  Fram af þessum kletti féll Halldór prestur Gíslason á Desjarmýri ásamt hesti sínum og biðu báðir bana.  Utan til á Útmýrum heitir Illakelda ofan við mýrarnar heitir Dysmelur.  Framan í Dysmel er langt og hátt barð er heitir Kaplaskjól.  Ofan við Dysmel heita Kúabalar og þar ofar Lyngkinnarmelur.  Á honum miðjum er stór steinn.  Heitir hann Grásteinn.  Suður af Grásteini heitir FlatibotnLyngkinn er ofan við Lyngkinnarmel og þar utar og neðar er Lyngkinnarbotn.  Þar ofar eru Nafir og utar gróðurlausir klettar.  Fjallsendinn sunnan við Nafir heitir Grafningur sem liggur í gegnum Lyngkinnarhnaus.  Þar ofar er Graskinn en ofar Háukinnarbrún.  Sunnan við LyngkinnYstalæk heitir Rauðkollumelur og þar ofar er stór grösugur botn er heitir Kúabotn.  Ofan við Háukinnarbrún heitir Háakinn og þar utar Moldarbörð.  Á Háukinn er djúpur grafningur er heitir Háukinnargrafningur og þar ofar Háukinnarflóar og ná þeir út á Fjallsenda.

LandsendiStekkur, gamlar tættur.  Stekkjarbrekka ofar og fremst á henni er Brattaenni.  Framan við Stekkinn er Stekkjardý og Kelda og Stekkjarfjörubakki.  Þá er Stekkjarhraun, Vörðuhraun og utar Vörðuhraunskelda.  Ofar vegarins heitir Horn.  Niður við sjó er Drumbafjörubakki og norðar er Máfastapabakki og enn norðar er Hagahraunsbakki og þar fyrir ofan er Hagahraun.  Sunnan við Hagahraun er ævagamall hlaðinn stór torfhringur, að líkindum Nátthagi fyrir mjólkurær.  Hagahraunsskriða er ofar vegarins.  Syðst á Hagahrauni er Hagahraunsdý.  Utan á Hagahrauni er Jarðýtudý, þá Hagahraunskelda.  Ysti hlutinn af Landsenda er Skriðuvíkurjaðar og Skriðuvíkurbarmur.  Syðsti hlutinn af Skriðunum heitir Skriðuvík, Suðurkinn og Norðurkinn en þar hafa þrír menn farist í snjóflóði.  Skriðujaðar er norðan Skriðuvíkur og þar næst Fúsagil.  Þá kemur Jaðar og norðar Breiðagil.  Þá Aðgerðarhvammur og ofan við hann er Aðgerðarhvammsjaðar.  Niður við sjó er Skriðnahellir.  Norðan við Aðgerðarhvamm er Naumaskot og þar norðar er Djúpagil og þá Krossjaðar, nyrst í Neslandi.