Samfélag

bakkagerdi

  • Á Borgarfirði er í raun allt til alls. Hér er samrekinn leik- og grunnskóli, verslun sem selur allar helstu nauðsynjar, ágætis aðstaða til íþróttaiðkunar og um 70 kílómetra leið til Egilstaða þar sem hægt er að uppfylla sértækari þarfir.
  • Hjúkrunarfræðingur er búsettur á Borgarfirði og hér er heilsugæsla. Frekari læknisþjónustu sækja Borgfirðingar í Egilsstaði.
  • Búðin Borgarfirði selur allar helstu nauðsynjar. Afgreiðslutími er breytilegur og er lengri á sumrin en veturna.
  • Útibú er á staðnum frá Landsbankanum. Afgreiðslutími er 12.30 – 16.00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Fiskverkun Kalla Sveins er opin allt árið um kring og er þar hægt að versla nýveiddan fisk og unnar afurðir eins og saltfisk, harðfisk og hákarl.
  • Freyja Jónsdóttir er klæðskerinn á staðnum og tekur að sér ýmis klæðskerasniðin verkefni.
  • Á sumrin, frá apríl/maí fram í október er kaffihúsið Álfacafé opið frá morgni til kvölds.
  • Yfir hásumarið, í júní, júlí og ágúst, starfar hamborgara- og tónleikabarinn Já Sæll! í félagsheimilinu Fjarðarborg.
  • Áætlunarferðir eru til og frá Egilstaði alla virka daga.
  • Þá eru í sveitarfélaginu eru tvö gistiheimili Álfheimar og Blábjörg gistiheimili. Einnig er á Borgarfirði mjög vel búið tjaldstæði.