Foreldrafélagið

Í Aðalnámskrá grunnskóla segir um foreldrafélög:

Starfsemi foreldrafélaga í grunnskólum er í stöðugri þróun. Ákvarðanataka í skólamálum hefur færst nær foreldrum og forráðamönnum en það undirstrikar þörf fyrir formlegan samstarfsvettvang þeirra. Vel rekin og virk foreldrafélög við hvern skóla eru tvímælalaust af hinu góða. Foreldrar og forráðamenn hafa þar vettvang til að ræða saman um skólagöngu barnanna og hvað eina sem varðar uppeldi og menntun. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að þeir sem tengjast stjórnun og rekstri slíks félags velti fyrir sér markmiðum félagsins og hvernig megi skipuleggja starfið svo að þau markmið náist. Með virkri starfsemi foreldrafélaga er hægt að stilla saman strengi í ýmsum hagsmunamálum og velferðarmálum með hagi barna að leiðarljósi. Foreldrafélög skulu leggja áherslu á sem virkast foreldrastarf í einstökum bekkjardeildum eða umsjónarhópum. Foreldrafélög skulu hafa sem best samstarf við foreldraráð og nemendaráð.

Allir foreldrar barna í Grunnskóla Borgarfjarðar eystra eru sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélaginu.

Foreldrafélagið sér m.a. um árlega  öskudagsskemmtun og jólaföndursdag annað hvert ár.



  Stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Borgarfjarðar skólaárið 2019 -2020 skipa:

Friðgerður Ósk Jóhannsdóttir, formaður
Iryna Boiko, gjaldkeri
Sigurlína M. Kristjánsdóttir, ritari