Álftavíkur

ÁlftavíkMilli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar heita Álftavíkur, Innri og Ytri. Sögusagnir herma að fyrr á öldum hafi öðru hverju verið byggð á Innri víkinni en skráðar heimildir um það finnast ekki.  Sú Ytri hélst í byggð fram yfir aldamótin 1900. Á Álftavíkum er undirlendi afar lítið, en þar er veðursælt, snjólétt og lending góð á Ytri-Álftavík í náttúrulegri höfn sem heitir Lotna.

Búið var í Ytri-Álftavík a.m.k. frá 1829 til 1904 er hún fór í eyði. Forsenda búsetu þar var Lotna, einstök náttúruleg höfn frá náttúrunnar hendi, með þröngri innsiglingu, sem gerði aðstæður þar lífvænlegar.

Gönguleiðin er nokkuð erfið, en gengið er um brött og þröng fjallaskörð og brattar hlíðar.
Nauðsynlegt er fyrir ókunnuga að afla sér upplýsinga því leiðirnar eru ekki merktar.