Bekkjarnámsskrá 8. - 10. bekkjar

 

Skólaárið 2020-2021 er einn nemandi í 8. bekk og einn í 10. bekk.

Umsjónarkennari  8. og 10. bekkjar er Sigurður Högni Sigurðsson
( Engir nemendur eru í 9. bekk. )
 
Lykilhæfni er höfð að leiðarljósi í öllum námsgreinum. Sjá nánar um lykilhæfni á bls. 81. í Aðalnámskrá grunnskóla:
http://vefir.nams.is/namsmat/pdf/grunnskoli_greinanamskrar_netutgafa_2013.pdf
 
6 grunnþættir menntunar eru einnig hafðir að leiðarljósi í öllum námsgreinum, þ.e. læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.Sjá nánar um grunnþætti menntunar á bls. 36:
http://vefir.nams.is/namsmat/pdf/grunnskoli_greinanamskrar_netutgafa_2013.pdfNámsmat: Símat, frammistöðumat, umsagnir, vinnubækur og verkefni. Létt könnun um jól og vor.
 
Kennsluaðferðir: Bein kennsla, vinnubókakennsla, einstaklingsverkefni, hópverkefni, paravinna, útikennsla, námsleikir, rökþrautir, upplýsingatækni, margmiðlun, þrautalausnir, kannanir, hlustunarefni, leikræn tjáning, framsögn, samræðuaðferðir, söngur og spjaldtölvur.