Skólabíll

Forföll nemenda/veikindi á að tilkynna til skólans með góðum fyrirvara þannig að starfsfólk skólans geti komið þeim upplýsingum til skólabílstjóra. Ef foreldrar fá frí fyrir börn sín utan skólatíma ber þeim að láta skólabílstjóra vita. Ef nemendur ætla á eigin vegum hjólandi eða gangandi ber foreldrum einnig að láta skólabílstjóra vita. Morgunferðir skiptast um áramót.

1. Nemendur eiga að vera tilbúnir þegar skólabíllinn kemur heim í hlað, eða fer frá skóla.
2. Í skólabílnum eiga allir að nota bílbelti og sitja kyrrir í sætum sínum. Hvers kyns hávaði
    og læti eru bönnuð í bílnum.

3. Samferðarfólki ber að sýna fyllstu kurteisi og tillitssemi og hlýða í einu og öllu bílstjóra
    og gæslufólki.
4. Neysla sælgætis er alltaf bönnuð í ferðum með skólabíl og rútu.

Skólabíll 2019-2020
Desjarmýri - Grund 
Fyrsta ferð að morgni á haustönn er í Desjarmýri fyrir jól.  Skipt um áramót.