Herjólfsvík
(Eftir handriti ??).
Sandur kallast fjaran sunnan árinnar. Þá heitir Króksjaðar frá ánni og upp
í Hvammsskarð. Þá koma Mjóijaðar, Konráðsjaðar og loks Breiðijaðar.
Ná allir þessir jaðrar frá ánni og upp í Eggjar. Þá er Flatijaðar en hann er frá ánni og upp
í Stígshall. Innan við Flatajaðar er hár strípur er heitir Maður. Stykki það sem verður fyrir
innan Manninn kallastFyrir innan Mann.
Herjólfsvíkurstafn kallast inn að Herjólfsvíkurvarpi. Inn og ofan við Mann, norðan
íEfri-Sléttum er svokallaður Drápshjalli. Þar dagar stundum uppi á haustin kindur sem ætla
afEfri-Sléttum og niður í Herjólfsvík en þverhníptir klettar eru neðan hjallans. Utan og norðan
viðHerjólsvíkurstafn, norðan árinnar, heitir Mosdalur og nær hann að Dalsvarpi og út
aðMosfelli. Utan og neðan Mosdals heitir Hlíð neðan í Mosfellinu og niður að á. Utan
í Mosfellinu, en ofan við Hlíðina, ganga Hraun út með ánni alla leið til sjávar.
Yst við sjóinn heita Láguhlaup og innan við þau, fast við ána, var Bæjarstæðið, tættur sem munu
nú hrapaðar í sjó. (Engar sögur eru þó til um byggð í Herjólfsvík). Þá eru Miðhlaup
ogHáuhlaup inn að Hlíð og út að Steinahjalla.
Sólarmýri er ofan við Háuhlaup inn að Sólarhjalla og er Sólarfjall þar fyrir
ofan.
Fjaran norðan árinnar heitir Norður-Sandur að Selaþúfu. Þá eru Gríðarvogar en þar
liggur selurinn oft á smá nöggum. Nyrst í Gríðarvogum heitir Þórðarhellir. Því næst
erGríðarnes og nær það að Litluvíkurskriðum.
Upp yfir Selaþúfu, Gríðarvogum og Gríðarnesi heitir Steinahjalli og nær hann inn
aðHáuhlaupum. Jaðrarnir upp af Steinahjalla heita Hvolfsjaðrar og ná þeir upp
íSólarfjall og Litluskriður. Nyrsta horn Steinahjalla, upp af Gríðarnesi,
heitirGjáarhnaus og liggja þar götur yfir Litluvíkurskriður.
Út af miðri Herjólfsvík er Herjólfsvíkursker um 300 faðma frá landi.