Samþykktir félagsins

Samþykktir fyrir Foreldrafélag Grunnskóla Borgarfjarðar

  1. Félagið heitir Foreldrafélag Grunnskóla Borgarfjarðar og er heimili þess á Borgarfirði.
  2. Tilgangur félagsins er að efla samvinnu milli skólans og foreldra og stuðla að uppbyggingu skólastarfs.
  3. Markmiðum sínum hyggst félagið m.a. ná með því að veita skólanum starfsaðstoð vegna ákveðinna verkefna, þar á meðal annars vegna félagsstarfa nemenda og skemmtana eftir óskum skólans hverju sinni.
  4. Félagar í Foreldrafélagi Grunnskóla Borgarfjarðar eru allir foreldrar eða forráðamenn nemenda við skólann hverju sinni. Einnig geta orðið félagar, velunnarar og allri þeir sem áhuga hafa á og stuðla vilja að viðgangi félagsins.
  5. Stjórn félagsins skipa þrír menn og tveir til vara. Skólastjóra eða staðgengli hans er heimilt að sitja stjórnarfundi með tillögurétti og málfrelsi. Stjórnin skipar sjálf með sér verkum. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála hverju sinni. Kjörtímabil stjórnar er eitt skólaár, þó skulu aldrei fleiri en tveir ganga úr stjórn hverju sinni.
  6. Formanni félagsins skal heimilt að sitja kennarafundi með tillögurétti og málfrelsi, nema þegar rædd eru sérstök trúnaðarmál.
  7. Aðalfund skal halda fyrir 1. maí ár hvert og skal hann boðaður með viku fyrirvara og telst þá löglegur.   Dagskrá fundarins skal vera:
    1.  Skýrsla stjórnar
    2. Reikningar lagðir fram til samþykktar
    3. Breytingar samþykktar
    4. Kosning stjórnar og varastjórnar
    5. Önnur mál
  8. Breytingar á samþykktum félagsins má aðeins gera á aðalfundi ef 3/4 hluti fundarmanna greiðir þeim atkvæði.
  9. Félagið má því aðeins leysa upp að 3/4 hluti fundarmanna greiði því atkvæði á aðalfundi. Eignir félagsins renna þá til Grunnskóla Borgarfjarðar.
                        Gert á Borgarfirði  17. mars 2014

                        Stjórn:
                        Susanne Neumann
                        Bryndís Snjólfsdóttir
                        Freyja Jónsdóttir
                      
                        Varamenn:
                        Helgi Hlynur Ásgrímsson
                        Andrés Björnsson