Stakkahlíð

STAKKAHLÍÐ
        Eftir handriti Stefáns Baldvinssonar frá 1957
        Viðbætur innan sviga eru eftir samtöl við Sigurð Stefánsson frá 1971

Kallfellinu (Karlfellinu) eru háir klettar og óvenju skýrt bergmál.  Smalar léku sér oft að því að kalla uppí bergið.  Nafn fjallsins gæti verið dregið af þessu).  

Innskot við pentun:  Örnefnastofnun telur réttast að nota Karlfell og Klyppsstað.

Landamerki Stakkahlíðar að vestan eru eftir beinni línu sem dregin er á milli Karlfellsraðar sunnan í miðju Karlfelli þar sem austurhlið þess beygir til norðausturs og í fremsta grjótholt í Sævarendablá. Lína þessi liggur dálítið vestan við svokallaðan Háskaga í Stakkahlíðarlandi. Austan ræður Stóra-Hraunálandamerkjum á milli Stakkahíðar og Seljamýrar frá sjó og inn á Fitjarí Hraundal en eftir það Skúmhattardalsá upp í Skúmhattarskarð.

Á sléttunni í sveitinn heitir vestasta svæðið í StakkahlíðarlandiStakkahlíðarbláfremri og nær hún frá landamerkjum í Klyppsstaðablá og austur að Tjarnarkíl og Fiskitjörn en sunnan við hana er Fjarðaráin og norðan Skagalækurer kemur úr Klyppsstaðalandi. Skagalækurinn og Bæjarlækurinní Stakkahlíð renna í Fiskitjörnina er áður er nefnd og er á sléttunni dálítinn spöl suðvestur af Stakkahlíðartúninu.

Þar sem Skagalækurinn rennur í Fiskitjörninaer grastangi út í hana. Lækurinn rennur eftir miðjum tanganum og eru svæðin báðumegin við lækinn nefnd einu nafni Tangar. Bæjarlækurinn í Stakkahlíðrennur norðaustan í Fiskitjörnina. Austan við hann, neðan við Stakkahlíðartún, er slétt grassvæði að mestu mýrlent er heitir Fit. Neðan við svæði þetta – Fitina – er sveigmyndað gróið holt er Torfholt heitir. (Torfholt hefur spyrnst úr gilinu þar sem Bæjarlækurinn er í.  Á því gæti hafa verið torfskurður).  Tjarnarkíllinn rennur úr Fiskitjörn og í Fjarðará.

Austan Fiskitjarnar og Tjarnarkíls er annað mýrar- eða bláarsvæði er Stakkahlíðarblá ytri heitir. Nær hún austur að hólum er Stakkahlíðarhólar heita. Þeir ná þvert yfir sveitina. Fjarðará rennur með henni og hólunum að sunnan. Á þessari blá eru sums staðar dálítil grjótholt. Vestan undir hólunum, austast og sunnan til í blánni, eru fjórar tjarnir og eru þrjár þeirra tengdar með mjóum sundum en ein aðskilin með mjóum grastanga. Allar eru tjarnir þessar meira og minna vaxnar stör. Þær heita einu nafni Varpstjarnir. Við tjarnir þessar er æðarvarp og í þeirri sem er dálítið fráskilin er kringlóttur hólmi er heitir Kríuhólmi. Í honum er hávaxið gras og verpa kríur þétt í honum. Sunnan við Varptjarnirnar í hólunum er hár strýtumyndaður melhóll er heitir Melrakkaþúfa.  (Melrakkaþúfa er hæst þarna).

Austan við tjarnirnar er önnur há toppmynduð þúfa er Háaþúfa heitir. Vegurinn á milli Stakkahlíðar og Sævarenda liggur vestan í henni. Norðan við tjarnirnar austan til eru grasivaxin holt er Kríuholt heita. Nokkuð austur af þeim er melur er heitir Andarmelur. Vegurinn á milli Stakkahlíðarog Sævarenda liggur vestan í honum.

Úr tjörn sem er skammt austan við Stakkahlíðartún og Skubba heitir rennur kíll er Flóðkíll heitir og ofan í Lón sem er innan við sand sem er þvert um innan við fjarðarbotninn. (Skubba er einstakur bolli, hyldjúpur, fleiri metrar á dýpt.  Skubba gæti fengið nafn af því að hún sést ekki frá bænum og gat hún drepið skepnur, skubbað þeim (skumpað þeim) þ.e. eytt þeim.  Skubba (eða Skumpa) var alltaf talin hættuleg.  Krökkum var uppálagt að fara aldrei á ís út á hana.  Þá var sagt:  „farðu nú ekki út á hana Skubbu“ eða „Gáðu að henni Skubbu“). 

Austan við hólana meðfram Fjarðaránnier grasigróið svæði er nær austur að Lónunum og heitir það Flóðoddi. Í stórum flóðum flæðir mikið yfir hann. Góð beit er í honum, einkum fyrri hluta sumars og grænkar hann snemma á vorin. Flóðkíllinn rennur í gegnum grjóthrygg sem liggur norðaustur frá hólunum og heitir hann Arnarhólarbæði vestan og norðaustan við kílinn. (Arnarhólar eru grjóthólar og er annar dálítið upp í topp.l  þeim var skipt í Ytri-Arnarhóla og Fremri-Arnarhóla.  Amma Sigurðar minntist á að ernir hefðu setið þar.  Vítt sást af Arnarhólum).  Vestan við kílinn nær Lónunum er fremur lágur ávalur gróinn melur er Skipamelur heitir.  (Í tíð afa og langafa Sigurðar var bátum hvolft á Skipameltil vetrargeymslu.  þar sést enn móta fyrir holum).

Austan við Flóðakílinn á milli Arnarhólannaog Lónanna og lengra austur með brekkunum sem eru austur af Arnarhólunum er stórt mýrarsvæði er Arnarhólablá heitir. Neðan við hana, meðfram Fjarðaránniþar sem hún rennur úr Lónunum og til sjávar, eru sendnir bakkar er Lónsbakkar heita og nær svæði þetta austur með ánni og endar skammt frá þar sem hún fellur í sjóinn. Heitir þar Fjarðarárós.

Lónsbakkakíll heitir smálækur er rennur austan til á þessu svæði og í Lóninu. Ofan við svæði það er nú hefur verið lýst á sléttlendinu er meira og minna hallandi land.

Vestast í Stakkahlíðarlandi ofan við sléttuna er nokkuð langur melahryggur. Á nokkru svæði næst ofan við sléttuna er hann lágur og sums staðar lyngvaxinn. Heitir sá hluti hans Lágskagi. Ofan við hann hækkar hryggurinn mikið og heitir sá hluti hans Háskagi. (Utan undir Háskagavar hús (stekkur) við lækinn.  Þar var góð beit.  Kallað var að fara á Stekkinn.  Lækurinn heitir Stekkarlækur).  Austan við skaga þessa eru hallandi grasenni. Sums staðar á þeim er harðvelli en annars staðar mýrlent. Svæði þetta heitir Stakkahlíðarenni. Þrír lækir renna niður ennin. Stekkarlækur heitir sá er næstur er Skaganum. Tveir austari lækirnir eru nær Stakkahlíðartúninu og heitir sá er fjær því er Miðlækuren sá er nær er Heimastilækur.

Upp af Háskaganum eru melahryggir og eru flestir af þeim mikið lynggrónir en á milli þeirra eru sums staðar grasigrónir botnar og er þar skjólgott beitiland. Melasvæði þetta nær nærri upp að Karlfelli. Upp af Háskaganum austan til á melasvæðinu er langur melhryggur er heitir Langihryggur. Austan við efri enda melhryggs er liggur upp frá Háskaganum og upp að Langahryggnum er stór grösugur botn er Stóribotn heitir. (Í Stórabotni eru tættur, ein stór og önnur minni.  Þar átti að vera falin einhver gersemi.  Ekki mátti grafa þar í á sunnudegi.  Það boðaði ógæfu).  Norðvestast á melasvæði þessu, skammt frá Karlfellinu, er sá hluti af Grænahnausnumsem er í Stakkahlíðarlandi. Frá Háskaganum fer melasvæðið að hækka og er hæst upp við Karlfellið.

Á graslendinu austan undir Háskaganum var áður beitarhús og dálítið tún í kringum það. Húsið er niðurlagt fyrir nokkrum árum en túnið vex nokkuð enn. Þessi staður heitir Stekkur. Upp af Stekknum en austan Langhryggser nokkurt melasvæði sem nær upp að brattri brekku sem er austur frá efri enda Langahryggsinssem oftast er nefndur Langahryggskollur. Melasvæði þetta heitir Fremri-Melarog gildir það nafn einnig um allstórt svæði austan Stórabotns sem áður er enfndur.

Austan við Fremri-Melana er allstórt graslendi er liggur upp frá Stakkahlíðarennunum austan til. Graslendi þetta heitir Sláttulág. Austan við hana eru melar, allmikið grónir, er Borgarhólsmelar heita. Ofan við Sláttulána og Borgarhólsmelana eru brattar brekkur og upp á þeim miðjum allhár melur er Sláttuláarhnaus heitir.

Í Borgarhólsmelunum efst að austan er sveigmyndaður melhryggur. Efsti endi hans heitir Gránumelur. (Gránumelur er gráleitur melur.  Af honum veðrast snjór á vetrum).  Endinn á Borgarhólsmelunum neðst er skammt frá efsta hluta Stakkahlíðartúns er heitir Borgarhóll. (Borgarhóller teigur og þótti góð dagslátta.  Einhvern veginn hvíldi á honum að það hirtist ekki af honum fyrir höfuðdag.  Það sagði amma Sigurðar.  Á Borgarhóli var alltaf fjárhús.  Þegar Sigurður gróf fyrir fjárhúsi þar fann hann hleðslur og brýnisstubba.  Engir klettar eru á hólnum). 

Austan við Borgarhólsmelana er hallandi grasenni er heita Vinnumannaenni. (Í tíð Stefáns langafa og Baldvins afa Sigurðar fengu vinnumenn engjar á Vinnumannaennum til að heyja handa gripum sínum á sunnudögum).  Vestur af Vinnumannaennum, efst, er botn norðaustur af Sláttulágarhnausnum sem heitir Stóribotn. Hann er sunnan undir dálítið hallandi grasbrekku sem er suðurendi á landsvæði er Hlíðar heita og sem síðar verður getið. Vinnumannaennin ná upp að Hvarfhólabrún sem er staður sá sem brekkurnar beint upp af Stakkahlíðartúnienda.  (Þegar komið er upp á Hvarfhólabrún á leið til Borgarfjarðarþá hverfur sveitin sjónum).

Nokkuð fyrir neðan Gránumel í Borgarhólsmelunum er kringlótt graslaut er Hryggjulaut heitir. ( Hryggjulaut eða Hryggjarlauter á bak við hrygginn).  Austan við hana er nokkuð stór melhryggur er heitir Svarðarmelur.

Austan við Vinnumannaennin, einnig beint upp af Stakkahlíðartúninu, eru lynggrónar brekkur sem einnig enda við áðurnefnda Hvarfhólabrún. Neðan undir brekkum þessum austast er allstór melur er heitir Kvíamelur. Er hann framhald af dálítilli hæð norðaustast í Stakkahlíðartúni er Kvíabólheitir. Skammt austan við Kvíabólið í austurjaðri Stakkahlíðartúnser hryggur er Steinhóll heitir. Meiri hluti Stakkahlíðartúns er á suðvesturjaðri á stóru landssvæði er Stakkahlíðarhraun heitir. Túnið er hálent og sums staðar hallandi og hefur Bæjarlækurinn, er kemur frá Vinnumannaennum, myndað alldjúpt gil í það á nokkru svæði. Austan við Stakkahlíðartúniðtekur við Stakkahlíðarhraunið. Það nær á löngu svæði norðaustur að Stóru-Hraunáen austur af Stakkahlíð nær neðsti hluti þess nærri austur á móts við áður nefndan Fjarðarárós.

Norðaustan við Stakkahlíðartúnið er dæld í hrauninu er Leyningurheitir. Úr honum rennur lækur niður með Stakkahlíðartúninu að austan er heitir Leyningslækur og rennur hann í tjörn er Skubba heitir, skammt suðaustur af túninu. Tjörn þessi hefur áður verið nefnd.

Austan við Leyningslækinn neðan til er allmikið gróinn melur er Fálkamelur heitir. (Austan í Fálkamel er brött brekka).  Nokkru ofar, dálítið frá læknum, er toppmyndaður melur og efst á honum stór steinn. Melur þessi heitir Þorskhausahraun. (Skv. sögn ömmu Sigurðar var mikill þorskur þurrkaður á Þorskausahrauni.  Þarna er stór steinn ofan á sem gott er að þurrka á). 

Nokkru austar í hrauninu er langur hryggur er liggur frá norðri til suðurs. Nafn hans er Króarhryggur.  (Króarhryggurer austan við Leyninginn sem er innan við hann.  Leyningurgæti verið króin innan við þennan stórgrýtishrygg).  Skammt ofan við götur sem liggja neðan til yfir hrygginn er stór steinn er Dagmálasteinnheitir. Neðan til á honum er hár strýtumyndaður melhóll er Öskuhaugur heitir. (Öskuhaugur er ljósbleikur eða gráleitur hóll.  Í þjóðtrúnniátti þetta aða vera öskuhaugur Loðmundar.  Að vestanverðu í honum er skriða sem hóllinn gæti hafa fengið nafn sitt af).  Norðaustur af honum er allstór dæld í hraunið er Öskuhaugsdæld heitir.

Neðst í hrauninu, nokkru austur af Króarhryggnum, er stuttur melhryggur og á honum stórir steinar. Hann heitir Sjónarhraun. Neðan í því er brött brekka ofan að áðurnefndri Arnarhólablá. Austan við Sjónarhrauniðeru dálítið hallandi balar, lyng- og grasigrónir er Hestabalar heita. (Sennilegt er að hestar hafi verið fluttir út á Hestabala til heftingar).  Neðan í þeim eru brattar brekkur, en ekki háar, niður að Arnarhólablánni. Ofan við Hestabalana vestast er stór sléttur skeifulagaður botn með allháum lynggrónum melahryggjum á þrjá vegu. Hann heitir Stóribotn.

Ofan við Hestabalana austast er stór bungumyndaður melur er Ærhóll heitir. Austan við Hestabalana og Ærhólinn tekur við allstórt stórgrýtt hraunsvæði er Stekkarhraun heitir. Nær það norður á sléttuna innan við Fjarðarárósinn en upp í hraunið nær það á brún er Hæðir heita. Mestur halli er á Stekkarhrauninu neðan við þessar Hæðir. Austan við Stekkarhraunið er alllangt svæði er Stakkarhlíðarbakkarheita. Meiri hlutinn af þeim er meðfram sjónum. Á þeim miðjum er melabunga allstór er Tittlingshóll heitir. (Tittlingshóll er dálítið einstakur þarna).  Vegur er eftir bökkum þessum. Þeir enda við stóran hvamm sem er í bökkunum er heitir Brúarhvammur. (Brú kom ekki á ána við Brúarhvamm fyrr en 1882).  Austasta hornið á bökkunum við Brúarhvamminn heitirBrúarhvammshorn. Stóra-Hrauná rennur til sjávar austast í Brúarhvamminum.

Brattar brekkur eru alls staðar neðan í bökkunum. Vestast í bökkunum ofan við Fjarðarána innan við Fjarárárósinn eru sniðgötur er Prestaklif heita. Við Fjarðarárósinn er sveigmynduð vík í bökkunum er Knararvík heitir. Vestan við hana er hryggur og þar sem hann nær niður að fjörunni er dálítill skúti í honum er Lambaskútiheitir. Austan við víkina er sérstæður klettur eða klettabrík er Knörrheitir. Nokkuð fyrir austan Knararvíkina er nokkuð löng malarfjara meðfram sjónum er heitir Langamöl. Austan við hana gengur nokkuð há klettabrík út í sjóinn en fram af henni er sérstæður stapi í sjónum er Kríustapi heitir. (Kríustapi er um 2 metrar á breidd en um 5 metrar á lengd.  Hæðin er um 6-8 metrar.  Þar verptu kríur). Austan við bríkina og stapann eru nokkrir básar er einu nafni heita Ófærubásar. (Skepnur sem komust í Ófærubása komust ekki upp sjálfar). 

Austan við Ófærubásana niður undan áðurnefndu Brúarhvammshorni er stuttur klettatangi út í sjóinn er Hraunárklöppheitir. Þegar sjór er sléttur leggjast mótorbátar að steyptum kanti sem búinn hefur verið til – steyptur – á henni og afferma og ferma þar vörur.

Upp af bökkunum norðvestur af Brúarhvamminum er allstórt mýrarsvæði er Hraunármýrarheita.
Efst í áðurnefndum Leyningi norðaustur af Stakkahlíðartúninu er mjór melhryggur, ekki langur. Á honum miðjum er stór steinn er Grásteinnheitir. (Grásteinn er mjög grár og stakur).  Norður og norðaustur af Leyningnum hækkar hraunið nokkuð og er þar stórgrýtt svæði. Þetta nær frá áðurnefndri Öskuhaugsdæld að austan og nærri norðaustur að áðurnefndri Hvarfhólabrún. Norðan og norðaustan við hraunsvæði þetta eru brattar og nokkuð háar melabrekkur. Upp á þeim eru sums staðar stór björg og heitir þetta svæði einu nafni Bríkur. Djúpir, stórgrýttir botnar eru sums staðar á milli melanna.

Norðaustan við Bríkurnar er nokkuð djúpt gil er Skagagil heitir. Það dregur nafn af nokkuð stóru svæði norðaustan og norðan við það er nær að Stóru-Hrauná í sömu áttir og heitir Skagi. Takmörk þess að vestan eru við stórgrýtt hraun er Stórahraun heitir. Það nær frá vesturenda Bríknanna og norður að Fitjum – sléttunni í Hraundal – og á nokkru svæði austan við FitjarnarStóru-Hrauná.

Takmörk skagans að austan er brött brekka er nær frá BríkunumStóru-Hrauná.Árgilið að Stóru-Hrauná norðaustan við Skagann er á löngu svæði bratt og djúpt. Skammt frá brekkunni austan í Skaganum fast við Stóru-Hraunána, er stór, hár og umfangsmikill lyngvaxinn hóll er Stórhóll heitir.

Nokkuð fyri austan Stórhólinn, meðfram Stóru-Hraunánni, er tjörn nokkuð stór er Krókavatn heitir. Það myndast af uppsprettulækjum sem spretta upp í hrauninu suðaustur af Stórhólnum. Úr Krókavatninu rennur lækur í Stóru-Hraunána.

Hraunsvæðið frá Skaganum og alllangt austur heitir einu nafni Efri-Hraun.Stórhóll og Krókavatn eru í þeim. Efri-Hraunin enda í stórri hraunbungu norðvestur af áðurnefndum Hraunármýrum er Kirkjuhöfði heitir. (Klyppsstaðakirkja átti skógarítök í Kirkjuhöfða en svo segja gamlir máldagar). 

Austan og norðaustan við Kirkjuhöfðann eru móar er ná að Stóru-Hrauná. Árgil Stóru-Hraunár frá StórhólBrúarhvammi er víðast grunnt. Yfirborð Efri-Hraunanna er að mestu lárétt. Takmörk þeirra að sunnan eru áðurnefndar Hæðir, en þær eru takmörkin, þar sem hallinn byrjar ofan í svokölluð Neðri-Hraun, en þau eru svæðið frá Stakkahlíðartúni og austurmörkum áðurnefnds Stekkarhrauns. Hæðirnar ná frá Öskuhaugsdæld að vestan að Kirkjuhöfða að austan. Bæði Neðri- og Efri-Hraunin eru lyng- og sums staðar kjarrvaxin.
Karlfell er stórt, umfangsmikið fjall norðvestur frá Stakkahlíð. Það liggur á milli Hraundals að norðan, Miðdals að vestan og Hrossahjalla að sunnan sem eins og áður segir er hvort tveggja í Klyppsstaðalandi. Miklir klettar eru víða í Karlfellinu en hæstir og þverhníptastir eru þeir austan í því þar sem það snýr að Stakkahlíðarlandi. Ofarlega í þessum klettum er breið rák er Breiðarák heitir. Neðan við hana er mikið þverhnípt berg. Norður af áðurnefndum Sláttuláarhnaus og Langahryggskolli, en austan undir Karlfellinu, er hálent melasvæði, nokkuð gróið, sem nær norður að norðausturhorni Karlfellsins. Sunnan til undir austurhlíð Karlfellsins, nær því, er dálítill toppmyndaður meður er Háahraun heitir. Nokkuð fjær Karlfellinutil austurs eru þrjár melabungur og sums staðar djúpar dældir á milli þeirra. Þær heita einu nafni Háufs.  (Háufs eru hæstu melarnir út frá Karlfellinu).

Fremst á áðurnefndri Hvarfhólabrún er bungumyndaður en ekki hár melur er Hvarfhóll heitir. Vestur af honum byrja brekkur er ná norður að áðurnefndum Fitjum á móts við norðausturhorn Karlfellsins og heita einu nafni Hlíðar. Brúnirnar á brekkum þessum heita Hlíðarbrúnir. Háufsin nær á nokkru svæði alveg að Hlíðabrúnunum. Á milli Hlíðannaog áðurnefnds Stórahrauns er nokkuð stórt landsvæði, hallalítið, er Hvarfhólarheita. Það nær frá Hvarfhhólabrún að sunna og norður að Fitjum. Svæði þetta eru melar, víða nokkuð grónir, en á milli þeirra eru sums staðar nokkuð stórir grasigrónir botnar og þá einkum meðfram Hlíðunum. Reiðgötur frá Stakkahlíð til Kækjuskarða liggja um þessa hóla. (Í NA-átt er alltaf þokubræla í Kækjuskörðum, þar púar alltaf upp einhverri þokufyllu).  Hæsti melurinn í miðjum Hvarfhólunum sem götur þessar liggja yfir heitir Fagrimelur.

Hraundalur er stór dalur er tilheyrir Stakkahlíð. Hann er talinn byrja við Skúmhattardalsá að austan og enda á Hraundalsvarpi að vestan og eru þar landamerki á milli Stakkahlíðar og Hjaltastaðaþinghár. Vestan við Skúmhattardalsána austast í Hraundalnum eru allmiklar grassléttur er Fitjar heita og eru þær sums staðar harðlendar eða grónar framburðareyrar en annarsstaðar mýrlendar. Innan við þessar sléttur norður af Hlíðunum, en sunnan Hraunár, eru grasigrónir hallandi hjallar er Fitjahjallarheita.

Upptök Hraunár eru í dæld austan undir Hraundalsvarpi og er þar dálítil tjörn. Rennur hún austur Hraundalinn, norðan Fitjahjallanna, um Fitjarnar og þaðan til sjávar í Brúarhvammi. Skammt austan við upptök árinnar rennur hún um svæði er Mjósund heita. Sums staðar á því svæði rennur hún í þröng á milli mela að norðan og urða í Karlfellinuað sunnan en annars staðar um sléttar eyrar og síðan í nokkrum þrengslum milli dálítilla kletta og mela. Að norðan og vestan til í Hraundalnum er annar minni dalur er Kerlingardalur heitir. Norðan við Hraundalsvarpið og fyrir botni Kerlingardals er fjall er Jónsfjall heitir. (Í Borgarfirði er til einhver þjóðsögn um Jón í Borgarfirði sem ætlaði að finna kærustu sína í Loðmundarfirði og fór hann yfir Jónsfjall.  Ótrúleg leið sem maðurinn hefur farið). 

Fjallið norðan við Kerlingardalinn heitir Kerlingardalsfjall og skilur það á milli hans og Borgarfjarðar. Austan Jónsfjallsins, skammt frá því en sunnan við Kerlingardalinner sérstakt eggmyndað fjall, allmikið lægra en Jónsfjallið er heitir Kerlingarfjall. Upp á því þar sem hæst ber eru tveir nokkuð stórir klettadrangar er líkjast karlmanni og kvenmanni er heita Karl og Kerling og er hún stærri. Úr Kerlingardalnum rennur á er Kerlingadalsá heitir og fellur hún í Hraunána austur á Fitjum.

Svæði á milli Hraunár og Kerlingadalsár heitir Tungur.
Norðan við Kerlingadalinn austan til skagar sérstakt fjall fram úr fjallinu er Stakafell heitir. Austan við fell þetta er stór dæld norður í fjallið. Norðan við hana er stutt upp á fjallseggina og heita þar Kækjuskörð. Eru þau vestan undir fjallshnjúk er Þriggjahnjúkafjall heitir og liggur það að öllu leiti í Borgarfirði og er hnjúkur þessi suðurendi þess. Frá hnjúk þessum og austur að fjallinu Skúmhetti eru lág fjöll, sums staðar klettalaus. Skilja fjöllin frá botni Kerlingardals að norðan og austur að Skúmhetti á milli Loðmundarfjarðar og Borgarfjarðar.  (Skúmhöttur er mjög fallegur tindur, einkum úr Borgarfirði.  Það næðir dálítil þoka um hann, gæti verið skýring á nafni).

Austan við dældina austan Stakfells eru lágir klettar í fjallinu sem eru hæstir að sunnan þar sem þeir snúa að Hraundalnum. Heita þeir Orustukambur. (Í sambandi við Orustukamb er til gömul sögn um kíttni milli presta.  Loðmfirðingar sátu þar fyrir presti frá Desjarmýri.  Hvernig orustunni lyktaði hef ég ekki sögn af.  Hallur Magnússon, ungur maður frá Stakkahlíð á að hafa fundið þar sverðsodd).  Í suðvesturhorni Orustukambs er hár og sver sérstæður klettadrangur er Kerlingheitir.

Neðan við Stakafellið og Orustukambinnliggur samhliða fjöllunum, eða frá vestri til austurs, langur melur, sums staðar dálítið brattur í suðurhliðinni, er heitir Langahlíð. Sunnan undir henni eru grösugar dálítið hallandi brekkur niður að Fitjunum. Austan Lönguhlíðar og Orustukambs er stuttur dalur, sveigmyndaður efst, er heitir Skúmhattardalur. Skúmhattardalsá rennur eftir dalnum frá Skúmhattarskörðum og suður í Hrauná á Fitjunum.

Stakkahlíð tilheyrir einnig hluti af sandi þeim sem er fyrir botni fjarðarins sunnan Fjarðaár, á milli hennar og sjávar. Landamerki á honum á milli Stakkahlíðar og Sævarenda eru þar sem Melrakkaþúfaog efsti Álfasteinn á Álfasteinabrekku í Úlfsstaðalandi bera saman.


Viðbætur frá Örnefnastofnun.
Athugasemdir: Ásta Stefánsdóttir skráði.

Fiskitjörn. Það er silungur í tjörninni, aðallega urriði, en stundum hafa veiðzt stórar sjóbleikjur í net, aðallega eftir rigningar. Svo eru líka álar þar, líka í Skubbu, en aðrir fiskar eru þar ekki.
Fjarðarárós var alltaf sagt (eða út að Ós (122)).
Flóðkíll heitir svo, af því að það flæðir upp í hann, gætir flóðs og fjöru í honum.
Grænihnaus er há, grá melbunga, græn að ofan.
Stekkur undir Háskaga voru beitarhús frá Stakkahlíð, voru notuð, að ég held, fram undir 1930. Var mjög gott slægjuland þar í kring, sérlega gott hey. Þar var líka svarðartekja, sú bezta í Stakkahlíð, svona 5-6 stungur, og var hann þurrkaður á bletti utan við fjárhúsin. Þar varð eins og tún.
Svarðarmelur Þar var þurrkaður svörður, en úr þeim gröfum var aldrei góður mór.
Kvíaból. Þar voru hafðar færikvíar. Það var gert til að rækta upp, þar sem lítið gras var. Voru ær mjólkaðar þar. Kvíabólið er svona 30-40 m frá bæ. Faðir minn var fæddur 1883; hann sat yfir fráfærnaám, þegar hann var unglingur, en hvort hann var sá seinasti, veit ég ekki alveg, en fráfærur hafa alltaf verið fram um aldamót.
Steinhóll er urðarhryggur, en upp úr honum stendur smá strýtumyndaður steinn, svona tæplega hnéhár sunnan til. Steinhóllinn var ávallt leikvöllur Stakkahlíðarbarna; þar höfðu þau sinn búskap.
Dagmálasteinn, eyktamark frá Stakkahlíð.
Stakkahlíðarbakkar heita sennilega svo, en í daglegu tali eru þeir aldrei nefndir svo, heldur Bakkar; talað er um, að þetta eða hitt sé „út á Bökkum“, og „að fara út á Bakka“.
Lambaskúti. Þar leituðu lömb gjarnan skjóls í vondum veðrum.
Knörr er klauf á milli kletta. Það er stakur klettur dálítið frá; er það kannski gamall hugarburður, að Loðmundur landnámsmaður hafi beitt þar knerri sínum, en það hefur ekki verið gott uppsátur, því þar er brimasamt nú. Að vísu á áin að hafa runnið mikið sunnar út í fjörðinn, þá gæti það staðizt.
Krókavatn. Það er dálítil tjörn með smátöngum út í.
Hvarfhólar eru í hvarfi frá bænum.
Fagrimelur, sennilega af því hann er reglulegur í lögun, hár og fallegur.

Mér finnst vanta nokkur örnefni í Stakkahlíð, þó furðulegt sé, þar sem Stefán Baldvinsson er fæddur og uppalinn þar.
Bunga er austur af Stekknum, mjög gott engi, sérlega grasgott.
Melshorn, syðsti endi Borgarhólsmela.
Stekkur, gömul rétt suðvestan við Sjónarhraun ofan við Arnarhóla.
Stekkartjörn, rétt hjá réttinni; úr henni rennur smálækur, sem sameinastFlóðkíl rétt ofan við Arnarhóla.
Stekkalækur rennur rétt austan við Króarhrygg, niður vestan við Sjónarhraunog í Stekkartjörn.
Varptjarnir eru fjórar; Yztatjörn, Miðtjörn, Fremstatjörnog Kríutjörn. Í henni er Kríuhólminn.
Grjótholt, sunnan við austurenda Fremstutjarnar; er það smáholt í mýrinni.
Tangi, milli Fremstutjarnar og Miðtjarnar. Í Grjótholtinuog Tanganum var æðarvarp.
Einarstangi, milli Yztutjarnar, Miðtjarnar og Kríutjarnar. Veit ekki, af hverju nafnið er.
Í Varptjörnunum er mikil stör, og var hún slegin og hirt áður fyrr, en nú virðast þær sumar vera að fyllast af stör.