Fundargerðir 2016

 Fundargerð             19121623

Mánudaginn  19. desember  2016 kl: 17.00 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 23. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Ólafur, Arngrímur Viðar og  Jón, Helga Erla í stað Jakobs og Helga Hlyns.


1.    Fulltrúar Vegagerðarinnar Sveinn Sveinsson, Magnús Jóhannsson og Anna Elín Jóhannsdóttir mættu á fundinn og ræddu kostnaðar tölur og stöðu hönnunar á malarköflum á Borgarfjarðarvegi. Einnig rætt um mögulegar lagfæringar á Hafnarvegi.
2.    Aðalskipulagsbreyting, Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016. Um er að ræða breytingu á tveimur svæðum. Breytingu á lóðum Bakkavegar 2 – 12 en með tillögunni breytist svæðið í íbúasvæði. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundabyggð (FB-1). Með tillögunni breytist einnig lóð milli Borgar og Laufáss í íbúasvæði en í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem svæði fyrir þjónustustofnanir (BS9).  Með breytingunum stækkar íbúasvæði í Bakkagerði.
Hreppsnefnd hefur farið ítarlega yfir þær athugasemdir sem fram komu við kynningu á skipulagslýsingu fyrir þessum breytingum og leitast við að koma til móts við þær eins og kostur er.
Hreppsnefnd er auk þess reiðubúin að veita aðstoð við úrbætur á lóð Strompleysu.
3.    Deiliskipulag Hafnarsvæðis.
Farið yfir aðra útgáfu af Deiliskipulagi hafnarsvæðis við Hafnarhólma, hreppsnefnd samþykkir tillöguna einróma og setur hana í auglýsingu.
4.    Erindi frá Logos lögmannsþjónustu.
Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Samþykkt einróma.
Óskað er eftir meðmælum Borgarfjarðarhrepps  með sölu á lóð úr Geitlandi til Pawan Mulkikar. Einróma samþykkt að veita umbeðin meðmæli.
5.    Fundargerðir:
a.    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 24.11.2016, lögð fram til kynningar.
b.    Hafnarsamband Íslands 07.12.2016, lögð fram til kynningar.
c.    Ársalir 13.12.2016, lögð fram til kynningar.
d.    HAUST 07.12.2016. lögð fram til kynningar.
e.    SSA 29.11.2016, lögð fram til kynningar.
f.    Félagsmálanefnd 14.12.2016, lögð fram til kynningar.
1.    Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdum við bílastæði er að ljúka.Fundi slitið kl. 19.40  
 Jón Þórðarson
 ritaði
Fundargerð             05121622


Mánudaginn  5. desember  2016 kl: 17.00 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 22. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.
1.    Fjárhagsáætlun 2017 með þriggja ára áætlun 2018-2020 síðari umræða
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
    Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
    Skatttekjur            54.758         
    Framlög Jöfnunarsjóðs    33.433     
Aðrar tekjur            29.602             
Tekjur samtals            117.793   
    Gjöld                    115.555   
Fjármagnstekjur        (1.059)  
    Rekstrarniðurstaða         1.179     
    Veltufé frá rekstri        11.031
    Fjárfesting ársins               20.279
Helsta fjárfesting er Þjónustuhús við höfnina.
2.    Tryggingar. Kynnt tilboð í endurnýjun trygginga Borgarfjarðarhrepps hjá VÍS, sveitarstjóra falið að endurnýja samningin. 
3.    Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“
Samþykkt að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð kr. 24.000
4.    Fundargerðir:
a.    Haust aðalfundur 02.11.16, lögð fram til kynningar.
b.    Félagsmálanefnd 16.11.2016, lögð fram til kynningar.
c.    Samband ísl. sveitarfélaga 25.11.2016,  lögð fram til kynningar.
5.    Skýrsla sveitarstjóra
Hraðhleðslustöð, Orkusalan afhenti Borgarfjarðarhreppi nýja hraðhleðslustöð fyrir rafbíla.
Framkvæmdum við Hólmagarð lokið. 
Fundi slitið kl. 18.30  
 Jón Þórðarson
 ritaði
 

Fundargerð             21111621

   
Mánudaginn 21. nóvember 2016 kl: 1700 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 21. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.
Tillaga um dagskrárbreytingu að viðauki við fjárhagsáætlun 2016 verði settur á dagskrá sem liður nr 2. og aðrir liðir færist aftur sem því nemur. Samþykkt einróma.

1.    Fjárhagsáætlun 2017, fyrri umræða með þriggja ára áætlun.
Áætlunin rædd, borin  upp og samþykkt til annarrar umræðu.

2.    Viðauki við fjárhagsáætlun 2016
Breytingar á fjárfestingu:
a. Eignasjóður, lækkun vegna gatnagerðar 2,0 millj. kr.
b. Vatnsveita, lækkun vegna vatnsveitu 0,5 millj. kr.
c. Eignasjóður, lækkun vegna Þjónustuhúss á Vatnsskarði 2,5 millj. kr.
d. Hafnarsjóður, hækkun vegna þjónustuhúss í höfn 5,9 millj. kr.
Breytingar á rekstrarkostnaði:
a. Málaflokkur 11 Umhverfismál. Hækkun vegna viðgerða á stígum í fólkvangi 1,2 millj. kr.
b. Málaflokkur 12. Hækkuð launakostnaðar vegna Sóknaráætlunar Borgarfjarðarhrepps „Að vera valkostur“ 2,3 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða:
Handbært fé, breyting:
Rekstrarhagnaður mun lækka um 3,5 m. kr. og verða 0,4 millj. kr.
Framangreind útgjöld verða fjármögnuð af handbæru fé. Handbært fé mun lækka um 4,4 m. kr. Og verða 52,9 milj. kr.


3.    Fundargerðir:
a.    Skólaskrifstofa Austurlands,  stjórn 04.11.2016 og aðalfundur 04.11.2016, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
b.    Ársalir 10.11.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
c.    Svæðisskipulagsnefnd SSA 8.11.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
d.    Hafnarsamband Íslands 11.11.2016, lögð fram til kynningar.
e.    Aðalfundur Héraðsskjalasafn 3.11.2016, lögð fram til kynningar.

4.    Bréf:
a.    Orkuskipti á Austurlandi erindi frá Austurbrú. Lagt fram til kynningar.


5.    Skýrsla sveitarstjóra
Framkvæmdum við Hólmagarð lokið. Framkvæmdir hafnar við bílastæði og húsgrunn í höfninni.


Fundi slitið kl: 18.45

                    Jón Þórðarson    ritaði


Fimmtudaginn 17. nóvember 2016 kl: 9.00 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 20. fundar í Hreppsstofu. Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
Fundurinn er aukafundur þar sem unnið er að gerð fjárhgsáætlunar fyrir árið 2016.  Björn Aðalsteinsson bókari hreppsins var hreppsnefnd til aðstoðar.

Fundi slitið kl: 16.00
                    Jón Þórðarson    ritaðiFundargerð             07111619

   

Mánudaginn 7. nóvember 2016 kl: 1700 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 19. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón

1.    Fjárhagsáætlun 2017
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi 15 nóvember.
2.    Útsvarsprósenta 2017
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.52%  sem er hámarksálagning. 
3.    Fasteignagjöld 2017
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 15.000-  á íbúð,  kr. 10.000-  þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 25.000-  Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu.  Sorpeyðingargjöld: kr. 7.500- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 10.000-  FKS kr. 60.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 7.500- á rotþró.  Vatnsgjöld: á húsnæði 0.35% af fasteignamati að hámarki kr. 15.000- lágmarki kr. 7.000- FKS kr. 35.000- Holræsagjald: 0,17% af fasteignamati.  Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,45%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagj. verða 6 á árinu.
Samþykkt einróma.
4.    Fulltrúi í samgöngunefnd SSA, athugasemd er gerð af hálfu SSA um að Jakob Sigurðsson hafi setið of lengi í samgöngunefnd.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur kosið Jakob Sigurðson sem sinn fulltrúa í samgöngunefnd og mun það standa nema bent verði á hvaða lagbókstafur er brotinn. Samþykkt samhljóða.
5.    Byggðakvóti 2016/2017
Ólafur Hallgrímsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það fellt.
Í bréfi Atvinnu og nýsköpunarráðuneytis 31.10.2016 er vísað til umsóknar Borgarfjarðarhrepps um byggðakvóta 2016/2017 og sveitarfélaginu úthlutað 71 þorskígildistonni, sem er 15 tonnum minna en á síðasta ári.
Samþykkt að Fiskistofa úthluti kvótanum eftir gildandi reglum.
6.    Fundargerðir
a.    SSA 20.09.2016, 6.10.2016, 8.10.2016 og 1.11.2016
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
b.    Samtök sjávaútvegssveitarfélaga 23.09.2016
Lögð fram til kynningar.
c.    Hafnarsamband 12.10.2016
Lögð fram til kynningar
d.    Félagsmálanefnd 19.10.2016
Lögð fram til kynningar.
e.    Brunavarnir 14.10.2016
Lögð fram kynningar.
7.    Bréf
a.    Stígamót, fjárbeiðni vísað til fjárhagsáætlunar.
1.    Skýrsla sveitarstjóra.
Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna byggingar við höfnina hefur verið send. Viðgerð á stíg í Álfaborg langt komin. Viðgerð á Hólmagarði klárast væntanlega í næstu viku.
„Að vera valkostur“, fulltrúar úr verkefnisstjórn komu á fundinn og sögðu frá  rástefnuhaldi í síðustu viku, og fóru yfir áhersluatrið í verkefninu s.s. húsnæðismál.


                    

Fundi slitið kl. 19.15   


 Jón Þórðarson
 Ritaði

 


 

 

Fundargerð             17101618
   
Mánudaginn 17. október  2016 kl: 1700 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 18. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón

1.    Ásbrún 2
Ein umsókn hefur borist, sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi.
2.    Vatnworks Iceland, ósk um leyfi til takmarkaðrar vatnstöku í landi Bakka. Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur bréf frá félaginu dags. 11.10.16 einnig var haldin fundur með forsvarsmönnum félagsins og fulltrúum Borgarfjarðarhrepps þar sem fram kom  að umrætt vatnsmagn er 1-2 l/sek. Félagið óskar leyfis til borana efttir köldu vatni í landi sveitarfélagsins utan Bakkaár og afnota af slíku vatni í starfsemi félagsins. Hreppsnefnd samþykkir að verða við beiðninni, með fyrirvara um samþykki ábúenda Brekkubæjar sem hefur landið á leigu.
3.    Umfb, um leigu á gamla leikskólanum.
Samþykkt að fella niður leigu út árið, leiga 2017 verði kr. 50.000.
4.    Þórshamar, verðmat.
Húsið er í sameign Borgarfjarðarhrepps og Fasteigna ríkisins 25:75.
Hreppsnefnd mun gera úttekt á húsinu, ástandi og viðhaldsþörf með kaup í huga.
5.    Bréf:
a.    Snorraverkefnið, ósk um stuðning. Beiðninni hafnað.
b.    Vegagerðin  Gilsárvallavegur, lagt fram til kynningar.
c.    Innanríkisráðuneytið:  Form og efni viðauka við fjárhagsáætlanir, lagt fram til kynningar.
1.    Fundargerðir:
a.    Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu 03.10.16, lögð fram til kynningar.
b.    Skipulags og bygginganefnd 14.10.16.  Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin fjallar um aðalskipulagslýsingu  vegna fyrirhugaðara framkvæmda í landi Geitlands.  Lagt er til við hreppsnefnd að fyrirliggjandi lýsing verði auglýst og kynnt.
Hreppsnefnd fellst á að fyrirliggjandi lýsing verði auglýst og kynnt.


7.    Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdir  við Hólmagarð hafnar. Verðkönnun vegna bílastæða og göngustíga við höfnina hefur farið fram. Sveitarstjóra falið að semja við lægstbjóðanda.
Hreppsnefnd fagnar auknu framlagi í Borgarfjarðarveg á samgönguáætlun.

Fundi slitið kl. 19.05   


 Jón Þórðarson
 Ritaði


Fundargerð             03101617

   
Mánudaginn 3. október  2016 kl: 1700 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 17. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar og  Jón

1.    Kjörskrárstofn vegna alþingiskosninga 29.10.2016.
Farið yfir kjörskrárstofn og sveitastjóra falið að ganga frá kjörskrá og leggja fram.
2.    Frístundastyrkir
Hreppsnefnd stefnir að greiðslu frístundastyrkja vegna grunnskólanemenda skólaárið 2016/2017, sveitarstjóra falið að vinna að útfærslu í samráði við Grunnskólann og foreldra.
3.    Fundargerðir:
a.    HAUST 21.09.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b.    Hafnarsamband Íslands 19.09.2016, lögð fram til kynningar.
c.    Félagsmálanefnd 21.09.2016, lögð fram til kynningar.
d.    Skipulags og bygginganefnd 30.09.2016, fyrir nefndinni lá beiðni um undanþágu á stærð lyftu í fyrirhuguðu þjónustuhúsi við bátahöfnina. Fundargerðin rædd og samþykkt.

4.    Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdir, farið yfir verksamning við Héraðsverk vegna viðgerðar á Hólmagarði. Unnið að viðgerð á stígum í Álfaborginni.


Fundi slitið kl. 18.30   


 Jón Þórðarson
 Ritaði


Fundargerð             19091616

   
Mánudaginn 19. september  2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 16. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón
1.    Að vera valkostur, fulltrúar starfshóps mæta á fundinn
Ásta Hlín og Óttar Már mættu á fundinn, og gerðu grein fyrir vinnu hópsins.
2.    Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2016/2017
Hreppsnefndin samþykkir að sækja um byggðakvóta 2016/2017
3.    Bréf
a.    Míla, bréf til sveitarfélaga um ljósleiðaravæðingu.
Kynning á starfsemi Mílu. Ákveðið að hafa samband við Mílu og biðja um upplýsingar um stofnlagnir og lagningu ljósleiðara í þéttbýli á Borgarfirði.
b.    Íbúðalánasjóður, framkvæmd laga um almennar íbúðir.
Kynning frá Íbúðalánasjóði.
c.    Umhverfisstofnun, eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa.
Athugasemd við að hvata vanti til að úrgangur frá fiskiskipum skili sér í land.
d.    Innanríkisráðuneyti, utankjörfundar atkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga. Sama fyrirkomulag og áður.
4.    Fundargerðir
a.    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga  5.09.16
Boð á aðalfund.
b.    Samband ísl. sveitarfélaga 02.09.2016, lögð fram til kynningar
c.    Minjasafn Austurlands 30.08.2016, fundargerð og tillaga að fjárhagsáætlun.

5.    Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um byggingu við höfnina. Tjaldsvæði þarfnast úrbóta fyrir næsta sumar. Álfaborg:  rætt um lagfæringu stíga.

Fundi slitið kl. 19.15   


 Jón Þórðarson
 Ritaði

Ásbrún 2,  fjögurra herbergja íbúð  er til leigu, umsóknarfrestur 10. okt. Núverandi leiga kr.  69.461


 Fundargerð             05091615

   
Mánudaginn 5. september  2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 15. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón. Björg Björnsdóttir fulltrúi SSA mætti til að kynna málefni aðalfundar.

1.    Kjörstjórnarlaun, ákveðin kr. 50.000 vegna kosninga á árinu.

2.    Bréf
a.    Félag ljóðaunnenda á Austurlandi, félagið undirbýr útgáfu bókar eftir Sigurð Óskar Pálsson. Hreppsnefndin samþykkir að styrkja útgáguna með kaupum á fimm eintökum.
b.    Bændasamtökin fjallskil.
Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar.

3.Fundargerðir
a.    Skipulags og bygginganefnd 30.08.2016
Umbreytingar á aðalskipulagi: Hreppsnefndin samþykkir að vinna áfram að tillögu að breytingu á aðalskipulagi á grundvelli skipulagslýsingarinnar.
Deiliskipulag við Bálahöfnina: Hreppsnefndin samþykkir að vinna áfram að tillögu að deiliskipulagi á grundvelli skipulagslýsingarinnar.
Brautarholt: Óskað hefur verið eftir nýrri mælingu á lóð við Brautarholt.
b.    SSA 18.-19. ágúst 2016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c.    Brunavarnir 23.08.16
Lögð fram til kynningar.
d.    Félagsmálanefnd 23.ágúst 2016
Lögð fram til kynningar
e.     Hafnarsamband Íslands 16.08.16
Lögð fram til kynningar

f.    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga  4.08.16
Lögð fram til kynningar


2.    Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um framkvæmdir við höfnina lagfæringu stíga við Álfaborgina. Rætt um búsetu og atvinnumál en þetta verður dagsrármál á næsta fundi.Fundi slitið kl. 19.00
  
                 Jón Þórðarson
                 Ritaði
Fundargerð             02081614

  
Þriðjudaginn 2. ágúst  2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 14. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, vék af fundi 17:20, Arngrímur Viðar, og  Jón.


1.    Fjallskil 2016
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipa gangnastjóra, jafna niður dagsverkum á bændur og ákveða gangnadaga.
Sveitarstjóra falið í samráði við fjallskilastjóra að skipuleggja göngur  í Loðmundarfirði. 

2.    Bréf
a. Íbúðalánasjóður: Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir. Hreppsnefnd samþykkir að vinna að umsókn um t.d. eitt parhús sem fellur að áherslum í þessu nýja kerfi.

3.    Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um flutning skólastjóra á staðinn. Framkvæmdir við höfnina hefjast með haustinu annars vegar endurgerð Hólmagarðsins og hins vegar framkvæmdir við bílastæði og lóð þjónustuhúss.    Fundi slitið kl. 18.10
  
                 Jón Þórðarson
                 ritaðiFundargerð             07071613
 
  
Fmmtudaginn 7. júlí  2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar á árinu í Hreppsstofu, fundurinn er aukafundur.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar og  Jón. Í upphafi fundar kom María Ásmundsdóttir Shako umsækjandi um stöðu skólastjóra til viðtals við hreppsnefnd.

1.    Ráðning skólastjóra.
Síðastliðið vor var auglýst staða skólastjóra í samreknum grunn- og leikskóla Borgarfjarðar. Upphaflega var umsóknarfrestur til 10. maí, fresturinn var tví framlengdur síðast til 4. júlí. Þrjár umsóknir bárust áður en lokafrestur rann út,  frá Kristínu Amalíu Atladóttur, Drífu Lind Harðardóttur og Maríu Ásmundsdóttur Shanko.
Við mat umsókna vísar hreppsnefnd til laga um grunnskóla frá 2008 nr.91 og laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla frá 2008 nr. 87. Einnig hefur hreppsnefnd til hliðsjónar minnisblað Sambands ísl. Sveitarfélaga „Varðar starfsmannamál grunnskóla“ frá sept. 2008 uppfært mars 2009.
Kristín Amalía Atladóttir hefur ekki  leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi og þyrfti því undanþágu til að gegna starfinu, hinir umsækjendurnir voru boðaðir til viðtals hjá hreppsnefnd Drífa Lind Harðardóttir kom á fund nefndarinnar þann 4. júlí og María Ásmundsdóttir Shanko í dag. Síðar töldu umsækendurnir uppfylla hæfniskröfur. Með vísan til 20. gr. laga laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla frá 2008 nr. 87. skal við mat, taka tillit til menntunar, starfsreynslu og umsagna við ráðningu í starfið.
Að teknu tiliti til þessa metur hreppsnefnd að María Ásmundsdóttir Shako hafi breiðari starfsreynslu  til að takast á við stjórnun samrekins grunn- og leikskóla Borgarfjarðar og bíður henni starfið.Fundi slitið kl. 19.00
  
                 Jón Þórðarson
                 ritaði
Fundargerð             04071612
  
Mánudaginn 4. júlí  2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 12. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón. Í upphafi fundar kom Drífa Lind Harðardóttir umsækjandi um stöðu skólastjóra til viðtals við hreppsnefnd.

1.    Erindi vegna hraðaaksturs í þorpinu.
Sveitarstjóra falið að fara yfir  bættar merkingar og aðrar aðgerðir til hraðatakmörkunar með Vegagerðinni.
2.    Erindi vegna brúarinnar yfir Fjarðará í Loðmundarfirði.
Ferðamálahópur Borgarfjarðar og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sækja um styrk til úrbóta á brúnni yfir Fjarðará í Loðmundarfirði. Hreppsnefnd samþykkir að styrkja verkefnið með tækja og vinnuframlagi allt að kr. 150.000.
3.    Erindi vegna Borgarfjarðarflugvallar.
Áhugamenn um flug m.a. í Flugklúbbi Austurland hafa áhyggjur af framtíð Flugvallarins á Borgarfirði. Hreppsnefnd tekur undir þessar áhyggjur enda er vilji hreppsnefndar að flugvellinum verði haldið við. Sveitarsrjóra falið að afla upplýsinga um málið frá Ísavia.
4.    Fulltrúi á aðalfund SSA 7-8 okt.
Fulltrúi verður Jakob Sigurðsson, Jón Þórðarson til vara.
5.    Bréf
a.    Ferðamálastofa, ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks. Hreppsnefnd mun leita til  Ferðamálahóps Borgarfjarðar um aðkomu að þessu verkefni.
b.    Hafnarsamband Íslands, boðun á hafnarsambandsþing 2016 á Ísafirði.  Sveitarsjóri verður fulltrúi.
c.    Skipulagsstofnun, landsskipulagsstefna 2015-2026.
Erindið sent skipulag og bygginganefnd.
d.    Verkís, fyrirhugað deiliskipulag vegna vatnsverksmiðju, bréfið lagt fram til kynningar.
6.    Fundargerðir:
a.    SSA 23.06.16, lögð fram til kynningar.
b.    Samband ísl. sveitarfélaga 24.06.2016, lögð fram til kynningar.
c.    Skólanefnd Grunnskóla Borgarfjarðar 28.06.2016, kennsluáætlun  lögð fram ásamt skóladagatali 2016- 2017. Hreppsnefnd samþykkir áætlunina  og tekur fram að frístund yngri barna og aukið kennslumagn rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar.
d.    HAUST 29.06.2016, lögð fram til kynningar.

7.    Skýrsla sveitarstjóra.
Rætt um hús á Vatnsskarði og nýtingu styrkvegafjár sem er kr. 1.200 í ár. Samgöngumál, rætt um ástand og mögulegar aðgerðir í samgöngumálum  fyrir Borgarfjarðarhrepp. Þrjár umsóknir hafa borist um stöðu skólastjóra.


Fundi slitið kl. 19.30
  
                 Jón Þórðarson
                 ritaði 

 

 Fundargerð             21061611 

 
Þriðjudaginn 23. júní  2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til aukafundar sem er 11. fundur á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur viðar, Helgi Hlynur og  Jón.  Gestir fundarins fundarins Ásta Hlín, Kristján og Hallveig.


1.    Kjörskrá vegna forsetakosninga 25 júní 2016
Hreppsnefnd felur sveitarstjóra og oddvita að ganga frá kjörskrá vegna forsetakosninga 2016 og undirrita hana.
2.    Samgöngumál
Rætt um leiðir til samgöngubóta og ljósleiðaratengingar. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og vinna drög að greinargerð  um vegamál fyrir næsta fund. Einnig leita eftir  samstarfi við veitustofnanir um aðkomu um lagningu ljósleiðara í Borgarfjarðarhreppi.
3.    Gjaldfrjáls skóli
Hreppsnefnd samþykkir að þjónusta sem Borgarfjarðarhreppur hefur tekið gjald  fyrir  verði foreldrum að kostnaðarlausu næsta skólaár til reynslu. Hér undir eru leikskólagjöld, máltíðir í mötuneyti og tónlistar fræðsla.
4.    Bréf
a.    Tillaga að samningi vegna þjónustuhúss á Vatnsskarði frá Fljótsdalshéraði. Sveitarstjóra falið að gera athugasemdir við samningings uppkastið.
b.    Vegna útgáfu Íslendingasagna, ósk um framlag, erindinu hafnað.
1.    Fundargerðir:
a.    Minjasafn Austurlands 25.04.2016, lögð fram til kynningar.
b. Brunavarnir á Austurlandi 07.06.16.
Aðalfundargerð  Brunavarna á Austurlandi 02.06 og  fundargerð símafundar 06.06. Fundargerðir kynntar. Í fundargerðum kemur fram að útlit er fyrir  halla á rekstri samlagsins vegna verulegra launahækkana starfsmanna.  Stjórn leggur til að aðildarsveitarfélög hækki framlög á árinu. 
Samþykkt að veita aukaframlag til  Brunavarna  kr. 156.980 upphæðin greidd af lausu fé.

b.     Samband ísl. sveitarfélaga 02.06.2016, lögð fram til kynningar.

6.Skýrsla sveitarstjóra.
Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra framlengdur til 3. júlí.


Fundi slitið kl. 20.00
   
                 Jón Þórðarson ritaði

Fundargerð                                              06061610               

 Mánudaginn 6. júní  2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 10. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur og  Jón.  Arngrímur Viðar boðaði seinkun mætti 1800.

Betri Borgarfjörður erindi frá nemendum Grunnskólans

 Oddviti og sveitarstjóri voru boðnir til fundar við nemendur Grunnskólans þann 20 maí og tóku þar við bréfum með ábendingum um ýmislegt sem væri til bóta í umhverfi og aðstæðum á Borgarfirði, helstu áberndingar eru:

 Ronja vill fleiri blóm kringum skólann, Jóhann Ari nefnir þrautabraut (skólahreysti) við Sparkhöllina, Júlíus stingur uppá hjólaþrautabraut, Nanna Olga ræðir þökulagningu og stígagerð við grasvöllinn og Sparkhöllina, Þorleifur stingur uppá stíg með ánni uppí Bakkagi og lagfæringu á stígnum kringum Álfaborgina, Bóas vill laga aðkomuna að þorpinu með blómaskreytingu og borðum og bekkjum við ána, Páll leggur til hringekju, klifurkastala og rólur við Fjarðarborg og Gylfi vill fleiri rusladalla fyrir smá rusl eisog tyggjó ofl.

 Hreppsnefnd þakkar ábendingarnar og tekur þetta til jákvæðrar skoðunar.

 Svæðisskipulag Austurlands- Austurland til framtíðar

 Starfshópur um svæðisskipulag hefur lokið störfum. Tillaga hópsins um þær áherslur og þau verkefni sem hafa skal að leiðarljósi við svæðisskipulagsgerð fyrir Austurland allt og talið er að samstaða sé um. Tillagan er send til sveitarfélaganna til þess  að þau taki afstöðu til hennar hið fyrsta. Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögunum, verður óskað eftir tilnefningum  tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi til setu í svæðisskipulagsnefnd.  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps tekur undir tillöguna og tilnefnir Þorstein Kristjánsson og Arngrím

 Viðar  til setu í nefndinni sveitarstjóri til vara.

 3.       Logos lögmannsþjónusta erindi vegna Vatnworks Iceland ehf.

 a.       Beiðni um breytingar á skipulagi

 b.       Umsókn um byggingarleyfi

 c.       Beiðni um samningaviðræður

 Hreppsnefndin tekur vel í erindið og fagnar áformum um uppbyggingu iðnaðar í hreppnum, þá vill hreppsnefndin greiða fyrir því einsog kostur er.

 Sveitarstjóra, lögfræðingi hreppsins ásamt byggingar fulltrúa falið að svara erindinu. Hreppsnefndin er tilbúin í umbeðnar samningaviðræður.

 4.       Ásgeir Arngrímsson, staðfesting vegna beiðni um breytingar á skipulagi og umsóknar um byggingarleyfi.

 Hreppsnefndin hefur mótekið erindið og tekur tillit til þess.

5.       Bréf

 a.       Naust 9.05.2016, átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi.

 Sveitarstjóra falið að vera í sambandi við NAUST um málið.

 6.       Fundargerðir:

 a.       SSA 24.05.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b.      HAUST 18.05.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c.       Samband ísl. sveitarfélaga 29.04.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar. 

 d. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 17.05.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar

 e.       Hafnarsamband Íslands 29.04.2016, lögð fram til kynningar.

 Skýrsla sveitarstjóra.

Framkvæmdir, lokið við plægingu á vatnslögn, varmdæla komin í Fjarðarborg. Haldinn verður fundur í hreppsnefnd 21. júni rætt um framfara mál í hreppnum, samgöngur skólamál og háhraðatengingar.

 

 Fundi slitið kl. 19.10
Jón Þórðarson ritaði

 

 

Fundargerð                                              02051609               

 Mánudaginn 2.maí  2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 9. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 1.       Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2015 síðari umræða.

 Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 144,6 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 133,1 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,4%en lögbundið hámark með álagi er 0,625%. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,45% en lögbundið hámark með álagi er 1,65% .

 Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 17,8 millj. kr., en þar af var rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 19,6 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2015 var jákvætt um 250,0 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 219,4 millj. kr.  Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir 2015 borinnn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma. Reikningurinn liggur frammi á Hreppsstofu og verður birtur á heimasíðunni. 

 2.       Að vera valkostur.

 Ánægja með íbúafundinn   í Fjarðarborg 25. apríl. Ákveðið að stofna vinnuhóp utan hreppsnefndar til að leiða verkefnið.

 3.       Gjaldfrjáls skóli

 Sveitarstjóra falið að kostnaðargreina erindið og athuga áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Tekið fyrir á næsta fundi.

 4.       Fundargerðir:

 a.       Jafnréttisnefnd 27.04.2016, lögð fram kynningar. Í fundargerðinni er gerð grein fyrir könnun sem unnin var fyrir nefndina. Hreppsnefndin samþykkir  að greiða kr. 200.000  fyrir verkið bókast á sveitarstjórn.

 b.       SSA 19.04.2016, lögð fram til kynningar.

 c.       HAUST 06.04.2016, lögð fram til kynningar.

 

5.       Skýrsla sveitarstjóra.

Ein umsókn barst um Ásbrún 2.

  Fundi slitið kl. 18.35   
Jón Þórðarson ritaði

 

 Fundargerð                                              18041608               

 Mánudaginn 18. apríl  2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 8. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón, einnig sat Magnús Jónsson endurskoðandi fundinn undir lið 1.

 1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2015 fyrri umræða.

 Magnús skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum, að því loknu bar oddviti reikninginn upp  og var hann samþykktur einróma.

Erindi frá Arngrími Viðari um leigu hluta efrihæðar Fjarðarborgar fyrir skrifstofuaðstöðu. Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu við umfjöllun á liðum 2 og 3, vanhæfi samþykkt einróma. Samþykkt að gera tímabundinn samning. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

 2.       Erindi frá Arngrími Viðari 

Um leigu á íbúðarhúsnæði, afgreiðslu frestað þar til auglýst hefur verið.

 3.       Erindi frá Arngrími Viðari

Um vatnsöflun fyrir átöppunarverksmiðju á vatni.  Farið yfir málið til kynningar. Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið.

 4.       Að vera valkostur.

 Umræða um verkefnið sem verður kynnt betur á íbúafundi 25. apríl. 

 5.       Fundargerðir:

 a.       Hafnarsamband Íslands 1.04.2016, lögð fram til kynningar.

 6.       Bréf:

 a.       Samband íslenskra sveitarfélaga um heilbrigðiseftirlit

 Hreppsnefnd telur að vel megi flytja verkefni frá ríkisstofnunum til heilbrigðiseftirlita svæðanna.

 b.       Samtök ferðaþjónustunnar, „Ferðaþjónustudagurinn 2016“

 7.       Skýrsla sveitarstjóra.

 Borgarfjarðarhreppur fékk ekki úthlutin í lagningu Ljósleiðara.

 Íbúðin að Ásbrún 2 er laus til skammtímaleigu frá 15. maí. Umsóknarfrestur til 1. maí.

   Fundi slitið kl. 20.50
 Jón Þórðarson ritaði

  

 Fundargerð                                              04041607               

 

 Mánudaginn  4. apríl 2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 7. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón, Helga Erla í stað Ólafs.

 1.       Póst og fjarskiptastofnun, vegna póstþjónustu í Borgarfjarðarhreppi

 Jakob vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu, fellt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 Borist hefur svar vegna kvörtunar Borgarfjarðarhrepps til Póst og fjarskiptastofnunar um breytingu á póstþjónustu með heimild stofnunarinnar. Í bréfinu er meðal annars vísað í aðferðafræði Hagstofunnar um gagnameðferð varðandi þéttbýli og dreifbýli. Póst og fjarskiptastofnun velur þarna einhverja skilgreiningu sem hentar í þessu máli, en benda má á að sama stofnun skilgreinir þorpið sem þéttbýli þegar kemur að lagningu ljósleiðara.Ljóst er að ekki er lengur í boði að fá eða senda  A póst samkvæmt dreifingaráætlun Íslandspósts.

 Sveitarstjóra falið að leita lögfræði álits á þessu og fá skýringu viðkomandi stofnana.

 2.       Fundargerðir:

 a.       Samband ísl. sveitarfélaga 18.03.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b.       Starfshópur um svæðisskipulag Austurlands 22.03.2016, lagt fram til kynningar.

 c.       Ársalir 23.03.2016 og 29.03.2016, lagðar fram til kynningar.

 d.       SSA 15.03.2016, lögð fram til kynningar.

 3.       Skýrsla sveitarstjóra

 Rætt um málefni Austurbrúar.

 Stefnt að almennum íbúafundi um stöðu og framtíð byggðalagsins mánudaginn 11. apríl nánar auglýst síðar.

 Fundi slitið kl. 18.35
Jón Þórðarson ritaði

 
Fundargerð                                              21031606               

 

Mánudaginn  21. mars 2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 6. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,  Ólafur, Arngrímur Viðar, og  Jón, Helgi Hlynur mætti ekki.

 

 1.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna frá Merki að Sæbakka.
Hreppsnefndin samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna 210 m langrar sjóvarnar frá Merki að Sæbakka.

 

2. Að vera valkostur, samningur vegna styrks.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Austurbrú um styrkin.

 

 3.  Ljósleiðari umsókn.

Hreppsnefndin samþykkir að sækja um styrk til verkefnisins Ísland ljóstengt 2016. Ellefu lögbýli í Borgarfjarðarhreppi falla undir skilgreiningu verkefnisins, auk þess er tengingu Bátahafnarinnar við Hafnarhólma bætt í umsóknina.

 4.       Fundargerðir:

 

 a.       Samband ísl. sveitarfélaga 29.01.2016
Lögð fram til kynningar.

 b.       Félagsmálanefnd 16.03.16
 Lögð fram til kynningar.

 

 5.       Skýrsla sveitarstjóra.

Rætt um byggðasamlag vegna almenningssamgangna á austurlandi.

 Framkvæmdum er að ljúka í Hafnarhólma.

 Rætt um svæðisskipulag fyrir austurland.

 Fundi slitið kl. 18.25

Jón Þórðarson ritaði

 

 

 


Fundargerð                                              07031605               

 

 Mánudaginn  7. mars 2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 5. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,   Helgi Hlynur og  Jón ásamt varamönnum Bryndísi og Helgu.

 

 Tilnefning fulltrúa í stýrihóp SSA um svæðisskipulag á Austurlandi

Arnrímur Viðar tilnefndur, Jón Þórðarson til vara.

 

 
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 22.02.16. Beiðni um aukin rekstrarframlög.

 Í erindinu er beðið um hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins þar sem launahækkanir hafi verið vanáætlaðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Ný fjárhagsáætlun fyrir árið gerir ráð fyrir því að laun og launatengd gjöld hækki um 1,5 milljónir króna. Rekstrarframlög þurfi því að hækka úr 20 milljónum króna í 22 milljónir króna að teknu tilliti til forsendna framlaganna. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að verða við erindinu með fyrirvara um að önnur aðildarsveitarfélög samþykki að verða við því fyrir sitt leyti fyrir 1. apríl n.k.

 Umsögn um rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Álfheima.

 Hreppsnefndin hefur ekkert við veitingu leyfisins að athuga.

 4.       Fjarðarborg varmadæla.

 Ákveðið að ganga að tilboði Fríorku í varmadælu fyrir Fjarðarborg.

 5.       Fundargerðir:

 a.       Ársalir 06.02.2016, lögð fram til kynningar.

 b.       Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 12.02.2016, lögð fram til kynningar.

 c.       Skipulags og bygginganefnd 02.03.2016.

 Í fundargerðinni er m.a. fjallað um breytingu á aðalskipulagi, hreppsnefndin samþykkir að breytingin verði auglýst. Fundargerðin  rædd og samþykkt.

 d.       Samgöngunefnd SSA 11.02.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e.       Stjórn SSA 16.02.2016, lögð fram til kynningar.

 f.        Samband ísl. sveitarfélaga 26.02.2016, lögð fram til kynningar.

 g.       Hafnarsamband Íslands 24.02.2016, lögð fram til kynningar.

 h.       Haust 10.02.2016, lögð fram til kynningar.

 6.       Bréf:

 a.       Brunabót. Styrktarsjóður EBI, auglýst eftir umsóknum til sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga. Opið fyrir góðar tillögur.

 7.       Skýrsla sveitarstjóra

 Rætt um ljósleiðaramál, þrar sem beðið er eftir afstöðu ríkisins. Sjóvörn frá Merki að Sæbakka komin í útboð. 


Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningarsjóð er til 1. apríl

 

 

Fundi slitið kl. 18.40

Jón Þórðarson ritaði

 

 


Fundargerð                                              15021604               

 Mánudaginn  15. febrúar 2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 4. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,   Helgi Hlynur og  Jón ásamt varamanni Bryndísi.

 Fasteignagjöld 2016

 Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af Vinaminni 50%.

Fundargerðir:

 a.       Félagsmálanefnd 27.01.2016

 Lögð fram til kynningar.

 b.       Jafnréttisnefnd 28.01.2016

 Rædd og samþykkt.

 c.       Skipulags og bygginganefnd 15.02.2016

 Frestað til næsta fundar.

 3.       Bréf:

 a.       Austurbrú, afgreiðsla á styrkumsókn í Uppbyggingarsjóð Austurlands 2016.

 Sótt var um þrjár miljónir í verkefnið „ Að vera valkostur“ sóknaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp. Úthlutað hefur verið einni miljón til verkefnisins frá Uppbyggingarsjóði Austurlands. Sveitarstjóra falið að ræða við sjóðinn um framkvæmd verkefnisins.

 4.       Skýrsla sveitarstjóra

 Rætt um ljósleiðaramál þar sem unnið er að könnun á tengingum á Borgarfirði. Staðgreiðsluuppgjör 2015 liggur fyrir fyrir og er kr. 42.805.372. Farið yfir varmadælumál í Fjarðarborg.

 

Fundi slitið kl. 18.40

Jón Þórðarson ritaði

 

 

 


Fundargerð                                              01021603               

 Mánudaginn  1. febrúar 2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 3. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,  Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón  ásamt varamanni Bryndísi.

 1.       Leikfélag ME styrkumsókn

 Samþykkt að styrkja félagið um kr. 30.000, felld niður leiga af Fjarðarborg fyrir eina sýningu.

 2.       Íslandspóstur skert póstþjónusta.

 Samkvæmt frétt Rúv hefur Póst og fjarskiptastofnun heimilað Íslandspósti að skerða  póstþjónustu á Borgafirði  um 50%. Hreppsnefnd  óskar eftir óbreyttri þjónustu og fer þess hér með á leit við Íslandspóst að upplýst verði hvað það kostar.

 3.       Fundargerðir:

 a.       Fundargerðir SSA frá 15.12.2015 og 12.01.2016, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 b.       Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 15.01.2016, lögð fram til kynningar.

 c.       Hafnarsamband 18.01.2016, lögð fram til kynningar.

 4.       Bréf:

 a.       Fljótsdalshérað, slóð um Sandaskörð.

 Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að setja vegslóða uppí Sandaskörð inná áætlun um styrkvegi.

 b.       Umhverfis og auðlindaráðuneytið, breytingar á byggingareglugerð til lækkunar á byggingakostnaði.

 c.       Umhverfisstofnun, um auglýsingar meðfram vegum, erindinu vísað til Skipulags og bygginganefndar.

 5.       Skýrsla sveitarstjóra

Ljósleiðari, ákveðið að gera verðkönnun á tengingum á grundvelli skýrslu sem unnin hefur verið fyrir Borgarfjarðarhrepp.

 

      Fundi slitið kl. 18.50 
Jón Þórðarson ritaði

 

 Fundargerð                                              18011602

 Mánudaginn  18. janúar 2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 2. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur og  Jón ásamt varamanninum Helgu Erlu, Arngrímur Viðar og Helgi Hlynur boðuðu forföll.

 Samningur við N4 vegna þáttagerðar,“Að austan“ og verða gerðir 40 hálftíma þættir. Sveitarstjóra falið að undirrita samning að upphæð kr. 200.000 og færist það á menningarmál aðrir styrkir.

Gjaldskrárbreytingar, vegna hreinsunar rotþróa og gjaldskrá fyrir Borgarfjarðarhöfn, gjaldskrárnar samþykktar með áorðnum breytingum.

 3.       Krabbameinsfélags Austurlands óskar eftir styrk kr. 50.000 vegna aðstoðar við krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra. Samþykkt og færist undir félagsmál önnur framlög.

 4.       Fundargerðir:

 a.       Stjórn Minjasafns Austurlands 1.12.2015, lögð fram til kynningar.

 5.       Bréf:

 a.       HAUST  eftirlitsskýrsla, vakin athygli á að gjaldskrá vantar fyrir sorphirðu á heimasíðu Borgarafjarðarhrepps. Úr þessu verður bætt.

 6.       Skýrsla sveitarstjóra

 Framkvæmdir við brimvarnargarð frá Sæbakka að Merki verða í vor. Mælingar í þessari viku, verkfræðingur frá Vegagerðinni mætir í næstu viku. Skemmdir á Hólmagarði í óveðri um áramótin verða teknar út af Viðlagatryggingu.

 Fundur um lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Austurlandi boðaður hjá SSA í vikunni skýrst gæti hvort af framkvæmdum geti orðið á árinu.

 Varmadæla í Fjarðarborg, tilboð í borun barst frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, reyndist of há. Fengin verða tilboð í loft/vatn varmadælu fyrir Fjarðarborg.

 Fundi slitið kl. 18.30

Jón Þórðarson ritaði

 

  

Fundargerð                                              01011601

 Mánudaginn  4. janúar 2016 kl: 17 kom  Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 1. fundar á árinu í Hreppsstofu.  Mættir  hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og  Jón.

 

 Húsnæðismál

Umræða um húsnæðismál á Borgarfirði, kannað verður hvaða möguleika Borgarfjarðarhreppur hefur til að stuðla að byggingu nýrra íbúða.

 

Fundargerðir:

Hafnarsamband Íslands 14.12.2015

Lögð fram til kynningar

 

 Bréf:

 a.  Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, skipulagsbreytingar hjá  Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags.17.12.2015, lagt fram til kynningar.

 b.  Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, uppgjör Jöfnunarsjóðs        sveitarfélaga á rekstrargrunni dags. 17.12.2015, bréfið lagt fram til kynningar.

 Skýrsla sveitarstjóra

Endurgreiðsla vegna minkaveiða samsvarar greiddum virðisaukaskatti.

 Fundi slitið kl. 18.15

Jón Þórðarson ritaði