Hús rís uppí Hafnarhólma

Framkvæmdir út í Höfn - Fer þessi framkvæmdagleði ekkert að taka enda!? Vonandi ekki!




Í haust og vetur hefur Magnús í Höfn byggt lítið hús inn í hlöðu sinni og er nú búið að reisa það hús uppá Hafnarhólma. Magnús gefur húsið en Borgarfjarðarhreppur sá um að steypa undirstöður og smíða palla í kringum það.  Greinilegt var að Magnús hefur haft Ikea bækling við hönd þegar smíðin fór fram því þegar kom að því að reisa húsið var hægt að smella einingunum saman og reka bolta í götin og herða, það eina sem vantaði var bara risastór sexkantur. Fylgdi leiðbeiningunum að það gæti hvaða bjáni sem er sett þetta saman. Til allrar lukku þá lumaði Jón sveitastjóri á tveim slíkum og voru hreppstarfsmenn kallaðir til og hlýddu þeir Magnúsi í einu og öllu og pússluðu húsinu saman. Húsið tekur sig mjög vel út þarna uppá hólmanum og verður það alger bylting fyrir fuglaáhugamenn að sitja í nýja húsinu og fylgjast með Lundanum í hólmanum og svo þeim Borgfisku fuglum sem álpast út í Höfn. 



Kjartan Ólason vélamaður notar hér skotbómulyftara Kára Borgars til að hífa upp einingarnar



Verkið krafðist gríðarlegrar nákvæmni á lyftara, en þar sem engin nákvæmur var nálægt var Kjalli beðin um að hífa þetta upp







 Tveir félagar