Nýir kennarar til starfa

Á mánudaginn hófu Kristján Geir og Arngrímur Viðar störf við skólann en þeir ætla að leysa Hoffu af í fæðingarorlofi. Þessi skipti breyta kynjahlutföllum á kennarastofunni all verulega sem er ágæt tilbreyting fyrir Þráinn og okkur öll. Við bjóðum þá drengi velkomna til starfa.