Fundargerðir 2013

Fundargerð 16121321

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 21. fundar á árinu 2013 mánudaginn 16.
des. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson,

1. Útsvarsprósenta 2014 endurákvörðun
Innanríkisráðuneytið hefur í samráði við Samband Íslenskra Sveitarfélaga vakið athygli
á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga
vegna tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Þar er heimilað að leyfilegt
hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 hækki um 0,04% úr 14,48% í 14,52%. Gert er
ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatta lækki til samræmis við það, þannig að ekki komi til
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir einróma að útsvar í Borgarfjaðarhreppi verði
14.52% með þeim fyrirvara að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.

2. Samningur um Atvinnuþróunarsjóð Austurlands
Samningurinn samþykktur með 2 atkvæðum þeirra Jóns Þórðarsonar og Jakobs, Jón
Sigmar og Ólafur sátu hjá, Kristjana greiddi atkvæði á móti og bókaði eftirfarandi:
 Í 3. grein samningsins segir m.a. ,,.....Skal framlagið vera ákveðin krónutala á hvern íbúa
í sveitarfélaginu og gilda í fjögur ár í senn. Krónutala skal ákveðin á aðalfundi SSA....“ og
í 6.grein ,,Kostnaður vegna umsýslu Austurbrúar með sjóðnun skal greiddur úr honum. Skal
umsýslugjald þó aldrei vera hærra en sem nemur 20% af árlegu framlagi í sjóðinn“ Í ljósi
þessa tel ég mér ekki fært að framselja vald Borgarfjarðarhrepps ótímabundið til SSA hvað
fjárútlát varðar annarsvegar og hinsvegar blöskrar mér að Austurbrú taki 200 þúsund krónur

3. Erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
EFS óskar eftir upplýsingum um með hvaða hætti sveitarstjórn stýrir og hefur eftirlit
með fjármálum sveitarfélagsins frá mánuði til mánaðar. Sveitarstjórn fer yfir fjárhagsstöðu
sveitarféalsins ársfjórðungslega og ber stöðuna saman við gildandi fjárhagsáætlun.

a) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga nr. 9 og 10

b) Fundargerð samgöngunefndar SSA, 28.11.2013

c) Stjórn SSA nr. 3, 10.12.2013

d) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 21.11.2013

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Í undirbúningi er viðgerð á Hólmagarði en talsvert sér á honum undan ágangi sjávar.
Hreppsnefnd lýsir áhyggum vegna stöðu löggæslumála á Austurlandi og hversu torvelt virðist
fyrir Borgfirðinga að fá lögreglu til að koma á staðinn þó brýna nauðsin beri til.

Fundi slitið kl: 18.40 Kristjana Björnsdóttir


Fundargerð 02121320

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2013
mánudaginn 02. des. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Fjárhagsáætlun 2014 með þriggja ára áætlun 2015-2017
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og
samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
Skatttekjur 39.678
Framlög Jöfnunarsjóðs 56.941
Aðrar tekjur 21.650
Tekjur samtals 118.269
Gjöld 108.668
Fjármagnstekjur (1.865)
Rekstrarniðurstaða 7.736
Veltufé frá rekstri 16.951
Fjárfesting ársins 17.000

Samþykkt að leggja 500.000 kr. aukalega til að mæta hugsanlegri þörf fyrir
lengri opnunartíma leikskóla, slíkt kemur þó aðeins til greina fyrir fjögur börn

Einnig var samþykkt að sú fjárhæð sem ekki gekk út við úthlutun úr
atvinnuaukningasjóði árið 2013 bætist við ráðstöfunarfé sjóðsins árið 2014.

Kannað verðu með uppsetningu á brunavarnakerfi í Fjarðarborg og
Grunnskólanum. Ákveðið að kaupa fjarskiptabúnað fyrir tvo reykkafara.

Fundi slitið kl: 18.55 Kristjana Björnsdóttir

ritaði


Fundargerð 18111319

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2013
mánudaginn 18. nóv. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps 2014
Að lokinni umræðu var fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2014 og
þriggja ára áætlun borin upp við fyrri umræðu og samþykkt einróma.

2. Breyting á eignarhaldi Safnahússins á Egilsstöðum
Hreppsnefnd telur mikilvægt að eignarhald Safnahússins komist á eina hendi
og tilbúin til viðræðna um málið.

3. Fundargerð: Dvalarheimilis aldraðra 5.11.13
Í fundargerðinni kemur m.a. fram að stjórn Dvalarheimilins veitir
framkvæmdastjóra leyfi til að ganga frá kaupum á 14 íbúðum að Hamragerði

5 á Egilsstöðum. Hreppsnefnd Borgarfjarðrhrepps staðfestir umboðið fyrir
sitt leyti.

4. Fundargerðir: Fundargerð stjórnar SSA 31.10.13
 Lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra
Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins 21. nóvember. Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps
verður Björn Aðalsteinsson og Kristjana Björnsdóttir til vara.

Að gefnu tilefni sendir Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps Seyðfirðingum
baráttukveðjur og telur einboðið að hagsmunum Auturlands sé best borgið
með samstöðu um ferjuhöfn á Seyðisfirði og að úrbætur í samgöngumálum
taki mið af því.

Fundi slitið kl: 19.15 Kristjana Björnsdóttir
Fyrri umræða með þriggja ára áætlun.

ritaði


Fundargerð

12111318

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2013
þriðjudaginn 12. nóv. kl. 13 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

Fundurinn er aukafundur þar sem unnið er að gerð fjárhgsáætlunar fyrir árið
2014. Björn Aðalsteinsson bókari hreppsins var hreppsnefnd til aðstoðar.
Fundi slitið kl: 17.30 Kristjana Björnsdóttir

ritaði



Fundargerð 04111317

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2013

mánudaginn 04. nóv. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir  Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Fjárhagsyfirlit 30.09.2013
Rekstur Borgarfjarðarhrepps er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun.

2. Fjárhagsáætlun 2014
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi þriðjudaginn 12. nóv.

3. Útsvarsprósenta 2014
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.48% sem er
hámarskálagning. Einungis þau sveitarfélög sem nýta hámarksálagningu til
útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.

4. Fasteignagjöld 2014
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 12.500-
á íbúð, kr. 7.000- þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 15.000- Ein
ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu, Sorpeyðingargjöld: kr. 5.000-
á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 7.500- FKS kr.
50.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 5.000- á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.3%
af fasteignamati að hámarki kr. 12.000- lágmarki kr. 5.000- FKS kr. 30.000-
Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og
bújarðir 0,4%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%.
Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.

5. Erindi frá Framfarafélagi Borgarfjarðar 22.10.13
Framfarafélagið þakkar stuðning við stofnun og starf félagsins og leitar eftir
áliti varðandi byggingu íbúða. Hreppsnefnd ræddi erindið ítarlega og felur
sveitarstjóra að svara erindinu efnislega.

6. Erindi frá Ferðamálahópi Borgarfjarðar 21.10.13
Í bréfinu er skorað ,,á Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps að móta sér stefnu
varðandi opnun vegar til Breiðuvíkur og er ósk hópsins að opnun á vegi verði
sem næst 20. júní ár hvert.“ Árlega eru settir fjármunir af stattpeningum
Borgfirðinga í mokstur til Breiðuvíkur og hefur verið kappkostað að opna
veginn eins snemma vors og fjárhagur og ástand vegarins leyfa.

7. Erindi frá Landsbyggðin lifir 02.10.13
Sótt er um styrk að upphæð kr. 100.000. Erindinu hafnað.

8. Fjárbeiðni frá Stígamótum
Beiðnin verður til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar.

9. Fundargerðir: HAUST 24.10.2013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10. Skýrsla sveitarstjóra
Starfsleyfi vatnsveitu gildir til 2025 - Bæta verður aðgengi íbúa að
fjarfundabúnaðar, sveitarstjóri kannar málið.

Fundi slitið kl. 19.30
Kristjana Björnsdóttir ritaði fundargerð.


Fundargerð 07101315

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2013 mánudaginn 07. okt. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir

Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
1. Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum.
Hreppsnefnd Borgarfjaðarhrepps telur eðlilegt að sveitarfélög eigi hlutdeild í skatttekjum af auðlindum landsins hvort heldur er af veiðigjöldum eða orkuauðlindum.

2. Deiliskipulag Stakkahlíðar í Loðmundarfirði
Fjallað var að nýju um deiliskipulag að Stakkahlíð. Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna rann út 23. september s.l. Engar athugasemdir bárust. Hreppsnefnd samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi að Stakkahlíð í Loðmundarfirði í Borgarfjarðarhreppi sem unnin er af Landmótun, Einar E. Sæmundssen síðast breytt í apríl 2012.

3. Erindi frá N4
Gísli Sigurgeirsson fer þess á leit að Borgarfjarðarhreppur greiði mánaðarlegan styrk til N4 vegna framleiðslu Glettuþátta. Hreppsnefnd lýsir ánægju með þá landkynningu sem Glettuþættir frá Borgarfirði eru, en telur ekki raunhæft að greiða mánaðargjald þar sem N4 sést ekki á Borgarfirði. Verði gerðir fleiri Glettuþættir frá Borgarfirði má endnurskoða málið.

4. Erindi frá UMFB
UMFB fer þess á leit að settur verði upp geymsluskápur í Sparkhöllinni þar sem geyma mætti áhöld til íþróttaiðkunnar. Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að skoða málið með UMFB og gera einnig aðrar þær úrbætur sem þarf.

5. Fundargerðir:
a. Stjórnar SSA nr. 10 starfsárið 2012-2013 lögð fram til kynningar.
b. Stjórnar SSA nr. 1 starfsárið 2013-2014 lögð fram til kynningar.
c. Félagsmálanefndar 121. fundur lögð fram til kynningar.
d. 35. fundur stjórnar Brunavarna á Austurlandi lögð fram til kynningar.
e. Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands 30. september lögð fram til kynningar.

6. Skýrsla sveitarstjóra

Vatnsveituframkvæmdum í Njarðvík er lokið. Í eftirlitsskýrslu HAUST frá 19. sept. eru gerðar nokkrar kröfur um úrbætur, sumt hefur þegar verið lagfært en annað er í vinnslu. Engar umsóknir bárust um lán úr Atvinnuaukningarsjóði.

Fundi slitið kl: 18.50 Kristjana Björnsdóttir

ritaði



Fundargerð  16091314

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2013
mánudaginn 16. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana.  Baldur Pálsson
slökkviliðsstjóri sat fundinn undir fyrsta lið.

1. Brunavarnaáætlun Brunavarna á Austurlandi 2013-2017
Baldur kynnti áætlunina og svaraði spurningum.  Fjárfesting 
Borgarfjarðarhrepps á árinu 2014 er áætluð kr. 360 þús.
Hreppsnefnd staðfestir áætlunina og felur sveitarstjóra undirritun.

2. Fjárhagsyfirlit 30. júní 2013
Yfirlitið er í samræmi við fjárhagsáætlun og ekki ástæða til annars en ætla að
rekstur Borgarfjaðarhrepps verði í jafnvægi um áramót.

a. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga
Aðalfundur HAUST verður haldinn á Borgarfirði 9. okt. fulltrúi
Borgarfjarðarhrepps verður Bjarni Sveinsson, Jón Þórðarson til vara.

c. Brunavarnir á Austurlandi 06.09.13 með fjárhagsáætlun 2014

d. Minjasafn Austurlands fundargerð 05.09.13 ásamt fjárhagsáætlun

Fundargerðir a. til d. ásamt fylgigögnum, lagðar fram til kynningar og ræddar.
Búið er að draga niður vatnslögn í Njarðvík en eftir er að ganga frá tengingum
og miðlunartanki.  HAUST eftirlitsskýrsla 12.08.13 vegna urðunar á
Brandsbölum. Engar athugasemdir né frávik frá starfsleyfi voru staðfest.
Ágóðahlutagreiðsla 2013 frá Brunabót er kr. 265.500.  Síminn hefur tilkynnt
að rekstri símasjálfsala á Borgarfirði verði hætt 1. okt. 2013

Sveitarstjóri mun sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp vegna
Fundi slitið kl: 19.10 Kristjana Björnsdóttir
Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. okt.


Fundargerð  02091313

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2013
mánudaginn 2. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana.

1. Fulltrúar Framfarafélags Borgarfjarðar kynna félagið:
Á fundinn mættu Arngrímur Viðar Ásgeirsson formaður félagsins og Ásta Hlín
Magnúsdóttir sem starfað hefur fyrir félagið en Borgarfjarðarhreppur greiddi
laun hennar í tvo mánuði vegna stofnunnarinnar.  Þau kynntu það starf sem
unnið hefur verið og kom m.a. fram að félagið var formlega stofnað 17. júlí
og félagsmenn eru 95.  ,,Tilgangur félagsins er að stuðla að samfélagsþróun á
Borgarfirði með áherslu á tækifæri fyrir nýja íbúa að setjast í sveitarfélaginu.“

2. Hafnasambandsþing í Grindavík:

Hafnafundur Hafnasambands Íslands verður haldinn 20. sept. n.k.
Jón Þórðarson verður fulltrúi.

3. Fundargerð SSA 09.08.2013

Fundargerðin lögð fram til kynningar í henni kemur m.a. fram að aðlafundur
SSA verður í Fjarðarbyggð 13. og  14. sept. oddviti verður fulltrúi á fundinum.
Kynnt bréf frá Bjarna Björgvinssyni varðandi yfirtöku Borgarfjaðarhrepps á
eignarhlutum Kvenfélagsins Einingarinnar og UMFB í Fjarðarborg. 
Hreppsnefnd vill brýna fyrir leiðsögumönnum með hreindýraveiðum að fara að
lögum um utanvegaakstur og sjá til þess að veiðimenn á þeirra vegum virði reglur
þar um.  Einnig vill hreppsnefnd mælast til þess að veiðibráð sé hulin þegar farið
er um byggð í Borgarfjarðarhareppi.
Hreppsnefndin fagnar þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar að fjölga opnunardögum

Lokið er við endurnýjun vatnslagnar í Eyrarbratta og frágangi á brunahana.  Farið
verður í að skipta út tengikrana í brunni á Fjarðarborgarplani.
Oddviti sagði frá fundi samgöngunefndar SSA og vinnubrögðum sem þar eru
viðhöfð.  Rætt um tónlistarkennslu til handa borgfirskum börnum.

Fundi slitið kl: 19.35 Kristjana Björnsdóttir

ritaði



Fundargerð                          06081312

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2013 þriðjudaginn 6. ágúst   kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar og Ólafur. Varamaðurinn Bjarni Sveinsson mættur í stað Kristjönu.

 1.   Fjallskil 2013

Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson. Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga. Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði með svipuðu sniði og undanfarin haust.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og gistingu í Loðmundarfirði.

2.   Endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Já Sæll ehf

Hreppsnefndin hefur ekkert við veitingu leyfisins að athuga. 

3.   Auglýsing deiliskipulagstillögu af Stakkahlíð

Tekin fyrir deiliskipulagstillaga af Stakkahlíð í Loðmundarfirði dagsett 30.03.2011.  Fyrir liggur heimild frá Umhverfis og Auðlindaráðuneytinu um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar um lágmarksfjarlægð frá vegi. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

4.   Erindi frá Lindu Ólafsdóttur vegna bæjarhátíðar frímerkis

Jón Þórðarson vakti athygli á vanhæfi sínu í þessu máli og var það samþykkt með tveimur atkvæðum á móti einu.Óskað eftir að Borgarfjarðarhreppur kaupi mynd af bæjarhátíðarfrímerkinu með Bræðslunni til styrktar Félagi krabbameinssúkra barna. Hreppsnefndin samþykkir að kaupa mynd fyrir kr. 65000

5.   Hugmyndasamkeppni Dyrfjöll – Stórurð

Borgarfjarðarhreppur og Fljótsdalshérað sóttu um framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2013, til hönnunar og skipulags víðernisins Dyrfjöll-Stórurð. Framlagið var veitt. Unnin hefur verið samkeppnislýsing í samstarfi við arkitektafélag Íslands að hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Hreppsnefndin samþykkir að standa að þesari samkeppni.

6.   Viðgerð á bryggjunni

Samþykkt að gera við skemmdir á þekju hafnargarðsins, kostnaður áætlaður 500-700 þús.

7.   Fundargerðir:

a.    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 2. júlí 2013 í fimm liðum, lögð fram til kynningar og rædd.

b.    HAUST 27. júní 2013 í fimm liðum, lögð fram til kynningar.

8.   Skýrsla sveitarstjóra

Rafmagnsnotkun rædd, notkun í grunnskólanum hefur lækkað áhaldahús hefur hækkað enda stærra hús, áætlun næsta árs uppá 4,4 milj.  Rætt um slóðamyndun uppá Hvítserk og hugsanleg viðbrögð við slíkum skemmdum. Rætt um hraðaakstur í þorpinu ökumönnum bent á að sömu hraðatakmarkanir gilda á öllum leiðum inní þorpið.

Fundi slitið kl. 19.00

Jón Þórðarson  ritaði



Fundargerð  01071311


Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2013
mánudaginn 1. júlí  kl. 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar og Kristjana. Varamaðurinn Bjarni
Sveinsson mættur í stað Ólafs.

1. Erindi um eignarhald á Fjarðarborg frá UMFB og kvenfélaginu
Erindi UMFB: Aðalfundur UMFB þann 13. júní s.l. ,,samþykkti  að gefa
Borgarfjarðarhreppi 48% hlut sinn í Félagsheimilinu Fjarðarborg.  Húseignin
er gefin með þeim skilyrðum að áfram skuli vera miðstöð menningar og lista á
Erindi Einingarinnar er með svipuðum hætti en kvenfélagið óskar eftir því að
Borgarfjarðarhreppur yfirtaki 12% hlut þeirra í Félagsheimilinu.  Ákveðið að
leita álits lögfræðings og endurskoðenda Borgarfjarðarhrepps, stefnt er að því að
ákvörðun Hreppsnefndar liggi fyrir með haustinu.

2. Umsögn til sýslumanns vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi fyrir
Álfacafé: Hreppsnefndin hefur ekkert við leyfið að athuga.

3. Ráðningarsamningur skólastjóra:
Hreppsnefnd samþykkir ráðningu Svandísar Egilsdóttur í stöðu skólastjóra
Grunnskóla Borgarfjarðar frá og með 1. nóvember n.k. Hreppsnefnd fagnar
ráðningu Svandísar og býður fjölskylduna velkomna í byggðarlagið.

a.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 14.05.13.
b.Aðalfundur Atvinnuþróunarsjós Austurlands 10.06.13
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
c.Skipulags og bygginganefnd 13.06.13
Fundargerðin rædd og samþykkt einróma.
a.Siglingastofnun: Í bréfinu kemur frm að frá og með 1. júlí tekur Samgöngustofa
við stjórnsýsluverkefnum Siglingastofnunar Íslands og Vegaverðarinnar, svo og
öllum verkefnun Flugmálastjórnar Íslands og Umferðarstofu. Með bréfinu þakkar
starfsfólk Siglingastofnunnar Íslands ánægjulegt samstarf á liðnum árum og
væntir þess sama á nýjum vettvangi.

b.Huginn: Guðjón Harðarson þakkar f.h. Íþróttafélagsins Hugins stuðning við
félagið í tilefni 100 ára afmælis.



Fundargerð  03061310

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2013 mánudaginn 3. júní  kl. 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson og Ólafur ásamt varamanninum Bjarna Sveinssyni. Kristjana og Jón Sigmar boðuðu forföll.

1. Hálendisvegur, stuðningur Borgarfjarðarhrepps.

Óskað eftir fjárhagslegum og pólitískum stuðningi Borgarfjarðarhrepps við lagningu hálendisvegar. Erindið undirrita Sigurður Gunnarsson Seyðisfirði og Unnar Elísson Egilsstöðum: Áætlun um hálendisveg er þarft verk og á slíkur vegur fullan rétt á sér, en alla þá stund sem Borgarfjörður eystri hefur ekki fengið sæmilega akfæra tengingu við Hringveginn sér Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sig ekki aflögufæra með fé eða stuðning við aðrar vegaframkvæmdir.

2. Erindi frá íbúum Skálabergs vegna bleytu á lóð.

Ólafur Hallgrímsson vakti athygli á vanhæfi sínu og var það samþykkt. Samþykkt að grafa skurð á lóðarmörkum með viðeigandi frágangi.

3. Erindi áhugafólks um samfélagsþróun á Borgarfirði.

Samþykkt að styðja verkefnið með ráðningu starfsmanns í tvo mánuði frá 15. júní. Ráðningin færist er undir starfsemi Áhaldahúss.

Tilboð um endurnýjun tryggingasamnings frá VÍS. Um er að ræða lækkun iðgjalda í næsta fjögura ára samningi. Samþykkt að taka tilboðinu.

a. Fundargerðir Félagsmálanefndar nr. 113-116, lagðar fram til kynningar

b. SSA 23.05.13. Lögð fram til kynningar.

c. Fundargerð Skólanefndar 7.05.13. Lögð fram til kynningar ásamt skóladagatali og skólahaldsáætlun næsta skólaárs, rædd og samþykkt.

Siðareglur Borgarfjarðarhrepps hafa ásamt samþykkt um stjórn sveitarfélagsins hlotið staðfestingu Innanríkisráðuneytis. Siðareglurnar undirritaðar.

Gengið hefur verið frá nýjum samstarfssamningi um byggðasamlagið Minjasafn Austurlands.

Framkvæmdum við  Svínalæk lokið aðeins eftir að snyrta yfirborð.

Fundi slitið kl: 18.40 Jón Þórðarson

ritaði




Fundargerð  13051309

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2013 mánudaginn 13. maí  kl. 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. 

1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2012  (síðari umræða)
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnamála um reikningsskil sveitarfélaga.Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 109,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 102,6 millj. Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,40% en lögbundið hámark þess er 0,625% með álagi.  Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,0% en lögbundið hámark er 1,10% með álagi. Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 10,3 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 11,7 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2012 nam 171,1 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 168,8 millj. kr.

Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2012 borinn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma.

Sveitarstjórn samþykkti að veita framlagi frá A-hluta sveitarsjóðs til B-hluta upp á kr. 3,6 milljónir vegna halla á rekstri fyrirtækja í B-hluta sveitarsjóðs.

Fundi slitið kl: 17.15 Kristjana Björnsdóttir ritaði




Fundargerð 06051308

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2013 mánudaginn 6. maí kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. Einnig mætti á fundinn Friðrik Einarsson frá KPMG Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2012 , fyrri umræða:Friðrik lagði fram og skýrði ársreikninginn. Oddviti bar upp ársreikning fyrir árið 2012 og var hann samþykktur einróma. Síðari umræða verður mánudaginn 13. maí kl: 17

Tjaldsvæði gjaldskrá:
Gjaldið verður kr: 1.000 fyrir fullorðna á nóttin, auk þess sem innheimt er gistnáttagjald sem er 100 kr. á gistieiningu. Gjald fyrir rafmagn kr. 600 á sólahring.

Minjasafn Austurlands breyting á samningi:
Hreppsnefndin samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og sveitarstjóra falið að
undirrita hann.

Erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs:
Sótt er um styrk til gerðar kynningarmyndbanda um Stórurð, Víkur og Borgarfjörð eystri í samstarfi við Ferðamálahóp Borgarfjarðar. Hreppsnefndin ákvað að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð kr. 75 þúsund.

Fundargerðir:
a.
Dvalarheimilið
Fundargerðin var afgreidd 2. apríl s.l.
b.
SSA 23.04.2013
Fundargerð í 7 liðum lögð fram til kynningar og rædd.
c.
Brunavarnir á Austurlandi 24.04.2013
Fundargerð í 4 liðum lögð fram til kynningar og rædd.

Skýrsla sveitarstjóra
Framkvæmdir við fráveitu eru hafnar og ganga samkvæmt áætlun. Vinnuskólinn hefst 18.
júni og verður starfandi í 6 vikur. Borgarfjarðarhreppur hefur fengið úthlutað stuðningi við
4 sumarstörf fyrir námsmenn.

Fundi slitið kl. 19.10

Kristjana Björnsdóttir
ritaði



Fundargerð

15041307

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2013 mánudaginn 15. apríl kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Ólafur, Bjarni í stað Kristjönu.

1. Samþykkt um stjórn Borgarfjarðarhrepps seinni umræða
Farið yfir samþykktina og gerðar nokkrar breytingar og lagfæringar m.a. vegna ábendinga frá lögfræðingi Sambands íslenskara sveitarfélaga. Samþykktin síðan samþykkt einróma með áorðnum breytingum. Sendist ráðuneyti sveitarstjórnarmála til staðfestingar.

2. Siðareglur hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps
Siðareglurnar teknar fyrir öðru sinni og samþykktar einróma. Sendist ráðuneyti sveitarstjórnarmála til staðfestingar.

3. Umsókn um stöðu skólastjóra
Umsóknarfrestur er liðinn, ein umsókn hefur borist frá Svandísi Egilsdóttur. Umsögn liggur fyrir frá förstöðumanni skólaskrifstofu sem telur Svandísi hæfa til að gegna stöðunni. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Svandísi og umsagnaraðila.

4. Fundargerðir:
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 3. Apríl. Fundargerðin lögðfram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra:
Oddviti og sveitarstjóri áttu fund með forstöðumanni Vegagerðarinnar á Austurlandi þar sem farið var yfir ýmis mál. M.a. möguleika á aukinni vetrarþjónustu, fyrirhugaðar framkvæmdir á Borgarfjarðarvegi frá 2014, hönnun vegstæðis í Njarðvíkurskriðum, styrkvegi og mögulega lagfæringu brúar á Loðmundarfjarðarvegi í Húsavík. Ekki skortir góðan vilja Vegagerðarinnar en allt er háð fjárveitinum.
Rætt um gjaldtöku á tjaldsvæði sveitarstjóra falið að yfirfara gjaldskrá og leggja fyrir næsta fund.

Fundi slitið kl. 18.40

Opið hús í skemmunni á Heiðinni 24. apríl kl. 16-18 húsið tekið formlega í
notkun allir velkomnir, heitt á könnunni.



Fundargerð

02041306

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2013 þriðjudaginn 2. apríl kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana

Samþykkt um stjórn Borgarfjarðarhrepps fyrri umræða.

Farið yfir samþykktirnar þær ræddar efnislega og gerðar nokkrar lagfæringar, síðan var plaggið samþykkt einróma við fyrri umræðu.

Atvinnuaukningasjóður umsókn
Aðeins ein umsókn barst sjóðnum frá Skúli Sveinsson sem sækir um lán til fjármögnunar vegna kaupa sexhjóli. Samþykkt að veita Skúla umbeðna upphæð kr. 440 þúsund enda leggi Skúli fram veð sem hreppsnefnd samþykkir. Næsti eindagi umsókna í sjóðinn verður 1. október.

Ferðaþjónustan Álfheimar ehf. skuldbreyting
Hreppsnefndin samþykktir, sem síðari veðréttarhafi, skuldbreytingu Álfheima ehf hjá Byggðastofnun.

Umsóknir um nýtingu túna í eigu Borgarfjarðarhrepps Jakob Sigurðsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sem var samþykkt einróma og yfirgaf hann fundinn undir 4. lið. Jakob Sigurðsson og Margrét Hjarðar óska eftir að taka á leigu ræktunarlóðir C-1 Hólstún og C-17 Finnsatún. Samþykkt að leigja Jakobi og Margréti framangreindar ræktunarlóðir.

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 27. apríl
Hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að yfirfara kjörskrárstofn og undirrita kjörskrá. Kjörskrá mun liggja frammi í andyri Hreppsstofu frá og með 17. apríl.

Fundargerðir:
HAUST 20. mars 2013 í 7 dagskrárliðum.
Dvalarheimili aldraðra aðalfundur 20. mars 2013 í 4 dagskrárliðum. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar. Undir b) 1. lið kemur fram að eignarhlutur Borgarfjarðarhrepps í Dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum er 7,2%

Bréf:
Ritnefnd íþróttafélagsins Hugins hyggst gefa út veglegt afmælisrit vegna 100 ára afmælis og býður Borgarfjararhreppi að setja nafn sitt með afmæliskveðju í blaðið. Hreppsnefndin þekkist boðið og greiðir fyrir kr. 12 þúsund.
Skýrsla sveitarstjóra

Í skýrslunni kom m.a. fram að arðgreiðsla til Borgarfjarðarhrepps frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. er um kr. 300 þúsund. Fyrir liggur uppgjör vegna dúntekju í Hafnarhólma fyrir árið 2012 í hlut Borgarfjarðarhrepps koma kr. 759.556. Borið hefur á slæmri umgengni í Sparkhöllinni og beinir hreppsnefnd því til notenda að bæta þar úr.

Fundi slitið kl.19

Kristjana Björnsdóttir
ritaði



Fundargerð
040313
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2013 mánudaginn 4. mars kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Bjarni í stað Kristjönu.
1. Samningur við Yl ehf. vegna framkvæmda við frárennsli.Verkfræðistofa Austurlands hefur framkvæmt verðkönnun fyrir hönd Borgarfjaðarhrepps vegna úrbóta í frárennslismálum. Tvö tilboð bárust í verkið, ÞS verktakar ehf. buðu kr. 7.713.630 og Ylur ehf. kr. 5.764.000 kostnaðaráætlun var kr. 6.627.500. Hreppsnefnd samþykkir að semja við Yl ehf. um verkið.
2. Fasteignagjöld 2013Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af fjórum eignum þ.e. skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Vinaminni.
3. Erindi frá skólastjóraHelga Erla Erlendsdóttir skólastjóri segir upp störfum sem skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar frá og með 1. nóvember 2013. Staðan verður auglýst.
4. Erindi frá Fljótsdalshéraði um málefni SafnahússFljótsdalshérað óskar eftir afstöðu Borgarfjarðarhrepps til hugmynda um skipulagsbreytingar á þeirri starfsemi sem í húsinu er ma. athuga möguleika á sameigilegri framkvæmdastjórn stofnananna. Hreppsnefnd telur sjálfsagt að skoða slíkar breytingar enda dragi þær úr kostnaði.
5. Gjaldskrár:a. Vegna hunda og kattahalds: Gjaldskrá fyrir hunda og ketti sameinuð og uppfærð.Tryggingar vegna hunda og katta í þorpinu teknar inní gjaldskrána árgjald fyrirhund kr. 12.000 og fyrir kött kr. 8.000.b. Gjaldskrá fyrir Borgarfjarðarhöfn. Gjaldskráin uppfærðc. Fyrir hreinsun rotþróa í dreifbýli í Borgarfjarðarhreppi kr. 5.000
6. Skýrsla sveitarstjóra:Framkvæmdir við frárennsli hjá Svínalæk hefjast fljótlega. Bréf frá Vegagerðinni um yfirtöku á Desjarmýrarvegi, fundað verður með Vegagerðinni um málið. Stefnt er að opnu húsi í tilefni af framkvæmdalokum á Heiðinni föstudaginn 22. mars.
Fundi slitið kl: 19.00
Jón ÞórðarsonSveitarstjóri
Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. apríl


Fundargerð

04021303

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2013 mánudaginn 4. febrúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Símamál
Eftirfarandi svar barst sveitarstjóra vegna fyrirspurnar um hvað væri þess valdandi að Borgarfjörður eystir er ekki meðal 53 staða á landsbyggðinni sem fá Ljósnet á þessu ári: ,,Það er rétt að Síminn var í gær að tilkynna um stórt verkefni sem fara á í á 53 stöðum á landsbyggðinni. Því miður munum við ekki komast í verkefnin á Borgarfirði á þessu ári, en það veður skoðað í áætlunnargerðinni fyrir 2014.
Eins og við fórum yfir með ykkur á fundinum fyrr í vetur, snúast aðgerðir okkar um forgangsröðun eftir mögulegum fjölda viðskiptavina og kostnaði við að veita
þjónustuna og Borgarfjörður er einfaldlega aftar í þessum forgangslista en
staðirnir á listanum.
Mér þykir leitt að svarið sé á þennan veg, en svona er það nú samt. Við erum ekki
í stakk búin til að gera alla ánægða. Kveðja Páll Liljar Guðmundsson.“
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps óskar heimilisfólki á þeim 16.000 heimilum
sem fá Ljósnet á árinu 2013 til hamingju, en harmar þó enga síður að íbúar
Borgarfjaðrahrepps skuli ekki vera þar á meðal.
Í svari Símanns til fréttasíðunnar borgarfjordureystir.is kemur fram að 3 G
samband muni koma á Borgarfjörð nú í byrjun mars. Vissulega ber að fagna
þessari ákvörðunin en hins vegar breytir hún ekki þeirri staðreind að endurnýja
þarf fastlínukerfið í Borgarfjarðarhreppi svo koma megi á nútímatengingum en
óbreytt ástand hindrar eðlilega þróun atvinnulífs.
2. Fundargerðir:
a) Félagsmálanefnd 21. janúar
b) Stjórnarfundir Héraðsskjalasafnsins 23. og 30. janúar
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar.
3. Skýrsla sveitarstjóra:
Vegagerðin greiddi Borgarfjarðarhreppi kr. 807.375 fyrir efnistöku og land
í Njarðvík. Verkfræðistofa Austurlands hefur sent út verðkönnun fyrir hönd
Borgarfjaðarhrepps vegna úrbóta í frárennslismálum.

Fundi slitið kl:

18.40

Kristjana Björnsdóttir
ritaði


Fundargerð

21011302

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2013 mánudaginn
21. janúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar,
Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Beiðni um veðheimild
Með bréfi dagsettu 16. jan. 2013 óskar Andrés Hjaltason eftir veðheimild hjá
Borgarfjarðarhreppi í jörðinni Njarðvík 3. Hreppsnefndin telur sér ekki heimilt að
veita umbeðna veðheimild.

2. Fundargerðir: a) Stjórn SSA 8. janúar b) HAUST 14. janúar
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar.

3. Skýrsla sveitarstjóra:
Í skýrslunni kom m.a. fram að með nýjum lögum um menningarminjar nr. 80/2012
tekur Minjastofnun Íslands við hlutverki Fornleifaverndar og Húsafriðunarnefndar
ríkisins, lögin tóku gildi 1. jan. 2013. Leita skal álits Minjastofnunar varðandi öll hús
byggð árið 1925 eða fyrr og kirkju byggðar 1940 eða fyrr.
Einnig kom fram að hreppsnefnd fékk Unni Birnu forstöðumann Minjasafns
Austurlands til að skoða Kjarvalsstofu og þá muni sem þar eru varðveittir. (Sjá
fundargerð 7. jan. s.l. 1. liður)

Fundi slitið kl. 18

Kristjana Björnsdóttir
ritaði



Fundargerð

07011301

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2013 mánudaginn
7. janúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar,
Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. Undir 1. dagskrárlið (málefni Kjarvalsstofu)
mætti á fundinn Arngrímur Viðar og Áskell Heiðar var í símasambandi.

1. Kjarvalsstofa
Heiðar fór yfir stöðuna hjá Kjarvalsstofu, í máli hans kom fram að breittar
forsendur valda því að ekki er möguleiki á því að sækja fjármagn fyrir stofuna
til fjárlaganefndar svo sem verið hefur. Ýmsir möguleikar voru ræddir og mun
hreppsnefnd kanna hvort og hvernig Borgarfjarðarhreppur geti stuðlað að því að
Kjarvalstofa verði áfram verðugur minnisvarði um meistara Kjarval.
2. Fundargerðir:
a. Auka aðalfundur Þróunarfélags Austurlands 20. 12.2012
Fundurinn ,,samþykkir að slíta Þróunnarfélagi Austurlands og felur stjórn þess að
starfa fram að slitum og annast þau.“
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 18.12.2012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Skýrsla sveitarstjóra
Fram kom m.a. að endurgreiðsla Ríkisins til Borgarfjarðarhrepps vegna
minkaveiða á tímabilinu 1.sept. 2011 til 31. ágúst 2012 er kr. 164.721,
heildarkostnaður vegna minkveiðar á framangreindu tímabili var kr. 340.747.

Fundi slitið kl: 18.50

Kristjana Björnsdóttir
ritaði