Grænfánagullkorn

Náttúra Íslands er eftirsótt vegna fjölbreytileika hennar, sérstöðu og víðáttu. Hér býr fátt fólk í stóru landi og því fremur auðvelt að finna stað til að vera einn með sjálfum sér.
Athafnir mannsins hafa haft áhrif á lífbreytileika og landslag. Spor mannsins liggja í náttúrunni og hann hefur ekki alltaf stigið létt til jarðar. Burðarþol náttúrunnar er takmarkað. Maðurinn verður að horfast í augu við það að hann hefur gengið á gæði Jarðar.
Vistspor er mælikvarði á hversu mikið af gæðum Jarðar fólk nýtir til að uppfylla neyslu sína og hversu miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér. Því meiri neysla því stærra vistspor. Á mælikvarða heimsins höfum við Íslendingar stigið stærri vistspor en margir aðrir. Árið 2005 var talið að meðalvistspor Jarðar væri  2,69 jarðhektarar á einstakling en það ár var meðalvistspor okkar Íslendinga 43 jarðhektarar á hvern íbúa. Er það fjórum sinnum meira en hjá þeirri þjóð sem næst okkur er á listanum yfir þær 201 þjóð sem kannaðar voru. Segir þetta okkur að Íslendingar sé langneyslufrekasta þjóð heims eða hvað ????

(Þessar upplýsingar voru fengnar úr Aðalnámsskrá og kennsluefninu Náttúra Íslands - unglingastig )

Kveðja nemendur