Grunnskóli Borgarfjarðar eystri auglýsir eftir kennara

Vegna fæðingarorlofs kennara ætlum við í Grunnskóla Borgarfjarðar eystra að ráða kennara til afleysingar frá miðjum janúar 2014 og fram að áramótum 2014. Við leitum að hæfileikaríkum einstaklingi sem getur tekið að sér umsjón í 8.- 10. bekk. Draumaumsækjandi  treystir sér til að kenna samfélagsgreinar, íslensku, ensku og/eða dönsku á elsta stigi, kann jafnvel að syngja eða ræktar með sér einhverja listræna hæfileika og getur hugsað út fyrir kassann. Við skoðum allar umsóknir með jákvæðu hugarfari út frá styrk umsækjanda, menntun, reynslu og áhugasviði.
Menntun, reynsla og metnaður:


• Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu eða kennaranemar í fjarnámi ganga fyrir öðrum umsækjendum

• Kennslureynsla er kostur

• Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum nauðsynlegur

• Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og skólasamfélags

• Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður og fagleg vinnubrögð ásamt áhuga á að samþætta

námsgreinar er nokkuð sem umsækjendur þurfa að hafa metnað fyrir

Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Meðmæli saka ekki.

Umsóknarfrestur er til 8.desember 2013.
Nánari upplýsingar veitir Svandís Egilsdóttir skólastjóri í síma 472-9938 eða 7717217.
Umsókn ásamt meðmælum sendist til: Skólastjóri Svandís Egilsdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar eystra,
720 Borgarfjörður, eða skolastjorigbe@ismennt.is

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla  og skólasel. Í skólanum eru 18 nemendur í 1.-10. bekk, 3-5 börn eru í leikskólanum þetta skólaárið en við skólann starfa þar fyrir utan 6 fullorðnir. Við erum nýbyrjuð að aðlaga starfið að nýrri aðalnámsskrá og mun samþætting námsgreina fá aukið rými í skólastarfinu þegar fram líða stundir. Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að er sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu þess og menningu. Við erum

Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starfi. Við gerum okkur grein fyrir að skólinn er einn af lykilþáttum í íbúaþróun á Borgarfirði og þess vegna leitum við eftir skapandi og dugmiklu fólki sem vill hjálpa okkur að snúa vörn í sókn.