GPS gögn

Hér er hægt að nálgast áreiðanleg GPS-gögn fyrir margar leiðir á Víknaslóðum. Smellið á PLAY merkið á leiðinni og þá opnast leiðin á Wikiloc.com. Þar er hægt að sækja skjal sem hægt er að hlaða inn í GPS tæki eða snjallsíma. Við ráðleggjum fólki engu að síður að verða sér úti um gönguleiðakortið okkar sem inniheldur mikið af nauðsynlegum upplýsingum sem koma ekki fram í þessum gögnum. Hægt er að þysja inn og út úr kortunum og draga þau til í allar áttir til að átta sig betur á leiðunum.


 Stórurð


Þessi leið er langmest gengin í Stórurð og léttust þeirra allra og vel merkt. Gengið er af stað frá Vatnsskarði og gengið með fjallsbrúnum að Súlum þar sem fer að sjást í Dyrfjöll og Urðardalinn þar sem Stórurðliggur. Úr urðinni er gengið niður Urðardal og endað í fjallinu miðju Héraðsmegin. Frábær leið fyrir alla fjölskyldun og laus við príl og klifur.
 


Glettingur - Borgarfjörður um Hvalvík og Brúnavík   
     


Þessi frábæra leið hefst við Krossgötur ofan Kjólsvíkur en þangað er gengið eftir merktri leið, t.d. leið 21 eða 26 á gönguleiðakortinu. Fyrst er gengið ofanKjólsvíkurumHáuhlaupáleiðis að Glettingi. Af Glettingskolli er frábært útsýni yfir Víkur og sér langt suður eftirAusturlandi, allt að Gerpi. Af Glettingier gengið inn Hvalvík, yfir Súluskarð og að fjöru íBrúnavíksem er einstaklega litfögur. Frá Brúnavík er gengið umBrúnavíkurskarð tilBorgarfjarðar.Leiðin er þægileg en stífar brekkur á leiðinni.

   Frá Þrándarhrygg að Krossgötum ofan Kjólsvíkur


Á þessari leið er gengið eftir merktri götu sem var áður farin milli bæja í Borgarfirði og Kjólsvík. Tilvalið er að fara á bíl á Þrándarhrygg og hefja gönguna þar. Þessi slóð endar við krossgötur þar sem hægt er að velja um leiðir t.d. til Kjólsvíkur, Breiðuvíkur, á Glettingskoll eða til Borgarfjarðar.

Stórurð - BorgarfjörðurÞessi leið er nr 13 á gönguleiðakortinu og liggur frá Stórurð til Borgarfjarðar. Við mælum með því að taka þessa leið frá Stórurð fyrir fólk sem er í sæmilegu formi því útsýnið á henni er stórbrotið. Leiðin er vel stikuð, en gengið er um gróft land á köflum en þó er ekkert klifur, en snjór kann að vera á henni að hluta langt fram í júlí.Urðarhólar - Staðartindur - Bakkagerði

Í byrjun þessarar slóðar er gengið eftir merktri leið nr 32Urðarhólavatni. Þaðan er stefnan tekin beint upp á Hvítuhnjúka en þaðan er frábært útsýni yfir Borgarfjörð, Urðarhóla og suður á Víkur. Á þessu svæði er að finna ljósasta líparítið á Víknasvæðinu og minnir landslagið mjög á Landmannalaugar eða Lónsöræfi. Af Hvítuhnjúkum er gengið með Gatfjalli ofan Mosdals og stefnan tekin á Staðartind á Staðarfjalli sem gnæfir yfir Borgarfjörð. Þægileg fjallganga, en mjög bratt er af tindinum og ættu lofthræddir að fara varlega þegar horft er niður til Borgarfjarðar. Sama leið gengin niður af tindinum og gengið niður Mosdal að Geirishólavatni, en sá staður er vinsæll hjá Borgfirðingum á heitum sumardögum og tilvalið að skella sér í sund. Þetta svæði er mjög gróið og þarf að vaða birkikjarr á stuttum kafla við vatnið. Frá Geirishólavatni er farið eftir vegslóða yfir Þverá og Fjarðará sem geta verið vatnsmiklar eftir votviðri. Hægt er að sleppa því að fara yfir árnar og taka stefnuna að Desjarmýri þess í staðinn. Leiðin er öll óstikuð, nema fyrsti kílómeterinn að Urðarhólavatni.Frá Stórurð til Borgarfjarðar um EiríksdalsvarpÞessi leið er nr 14. á gönguleiðakortinu og er stikuð. Þetta er gríðarlega falleg leið, en fáfarin miðað við aðrar leiðir frá Stórurð en við mælum sérstaklega með henni því á henni er hægt að upplifa hrikaleika Dyrfjalla á einstakan hátt. Gengið er upp Stórurð frá gatnamótum og yfirLambamúla og þaðan í Tröllabotna ofan Eiríksdals. Þaðan er farið yfir Eiríksdalsvarp og komið inn á gamla raflínuveginn sem liggur um Sandaskörð til Héraðs. Þægileg leið en gengið um gróft land á kafla. Snjór kann að vera á þessari leið fram eftir sumri og því gott að vera með GPS tæki þar sem stikur eru á kafi í snjó. Leiðin endar við Hólaland í Borgarfirði. GSM samband er mestan hluta leiðarinnar, en hverfur þegar gengið er niður til Borgarfjarðar að mestu.Borgarfjörður - Geitavíkurþúfa - NjarðvíkFrábær fjallganga með einstöku útsýni. Lagt er af stað frá Árbæí Borgarfirði og gengið til að byrja með eftir merktri leið nr 15 á gönguleiðakortinu sem liggur að Hrafnatindum. Þaðan er farið af merktri leið og stefnan tekin á Geitavíkurþúfu (697m) sem gnæfir yfir Borgarfirði. Af tindunum er frábært útsýni yfir fjörðinn, Dyrfjöll og Víkur. Af tindinum er gengið niður að Njarðvík eftir Hádegisbotnum og komið niður á akveginn utan við ytra-Hvannagil. Þægileg leið og laus við klifur og hentar allri fjölskyldunni.Kerlingarfjall í LoðmundarfirðiÞetta er frábær dagleið fyrir þá sem eru í Loðmundarfirði og vilja taka fallegan dagtúr. Gegnið er eftir vegslóða upp á Fitjar en þar er gengið um hið magnaða Stakkahlíðarhraun sem er með stærstu bergflóðum sem vitað er um á Íslandi á jarðsögulegum nútíma. Hægt er að fara yfir Hraunánna á göngubrú á Fitjum, en þegar gengið er í átt að Kerlingarfjalli (709m) þarf að finna góðan stað til að stikla yfir ánna. Á toppi Kerlingarfjalls eru magnaðar jarðmyndanir. Tignarleg stríta og staupasteinn við hlið hennar sem kallast Karl og Kerling. Gengið er með hlíðum Karlfells til baka (Kallfells) og leiðin endar við skála FFF við Klyppstaðarhjáleigu.Hjálmárdalsheiði milli Loðmundarfjarðar og SeyðisfjarðarÞetta er gamla þjóðleiðin milli Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. Leiðin er stikuð og vörðuð og víða er gengið eftir mjög skýrum reiðgötum. Leiðin var áður mikið farinn milli þessara fjarða, en þetta var styðsta leiðinn fyrir Loðmfirðinga til þess að sækja verslun til Seyðisfjarðar. Auk þess fóru Borgfirðingar þess leið oft í sömu erindagjörðum. Leiðin er brött á köflum, en flestum fær en fara þarf yfir ár á nokkrum stöðum og þarf að vanda val á leiðum eftir vatnavöxtum. Auk þess liggur leiðin hátt og því gott að hafa track með þar sem leiðin er á kafi í snjó. Á leiðinni er einstakt útsýni fyrir Loðmundarfjörð og Seyðisfjörð. Í Seyðisfirði endar leiðin viðSelstaðií firðinum norðanverðum


 
Hringleið - Hvítserkur og Leirfjall (Leirufjall)Ómerkt leið um Hvítserk og nágrenni. Þessi leið er vægast sagt stórkostleg í góðu veðri og á sér enga líka á Íslandi, enda er Hvítserkur (775m) eitt allra sérstæðasta fjall á Íslandi. Fjallið er myndað úr flikrubergi og er þekkt fyrir sérstæða græna og rauða liti, en nánar er hægt að lesa um jarðfræði Hvítserks hérna. Mjög víðsýnt er af toppi Hvítserks yfir Víkur og Borgarfjörð. Bratt er niður beggja vegna þegar farið er yfir efsta hluta Hvítserks og er leiðin ekki fyrir mjög lofthrædda. Ofan Gunnhildardals og í hlíðumLeirfjalls er að finna einstakar jarðmyndanir, bergganga, flikrubergskúlur og annað, en landslagið þarna er eins og úr öðrum heimi. Þetta svæði er mjög viðkvæmt fyrir ágangi fólks og hvetjum við alla að hrófla ekki við neinu, eða taka með sér eitthvað sem minjagrip. Gengið er niður í Gunnhildardal og undir Hvítserknum á leiðinni til baka en á þeirri leið er útsýnið á fjallið einstaklega tignarlegt. Víknaheiði og Urðarhólar


Víknaheiði er með fallegustu heiðum á Íslandi en líparítði er þar ríkjandi með sínum fallegu ljósu litum. Gengið er frá skála í Breiðuvík eftir merktri leið  norðan við Stóruá sem rennur út Breiðuvíkina í átt að Vatnstungu, en þar eru litfagrir árfarvegir og gil allsráðandi. Heiðin er lág og auðveld yfirferðar. Á heiðinni eru tvö stór vötn sem kallast Gæsavötn. Frá þeim er stefnan tekin áUrðarhólavatnogUrðarhóla sem eru stórfenglegar Jarðmyndanir. Leiðin endar þegar komið er niður á akveg sem liggur tilHúsavíkurogLoðmundarfjarðar. Gengið er eftir leiðum 30, 31, 32 á gönguleiðakortinu.Skælingur milli Loðmundarfjarðar og HúsavíkurGengið er frá akveginum yfir Nesháls eftir ómerktri leið á tind Skælings, sem er stundum kallaður Kínverska musterið vegna einstæðrar lögunnar sinnar. Leiðin er stutt þar sem byrjað er í mikilli hæð en gera má ráð fyrir um klst á tindinn. Hún er brött en að mestu laus við klifur. Útsýnið stórfenglegt í björtu yfir Loðmundarfjörð, Seyðisfjörð og Víkur.


Borgarfjörður - BreiðavíkÞessi leið er ein sú allra vinsælasta á Víknaslóðum, en gera má ráð fyrir einum göngudegi í þess ferð sem liggur milli Borgarfjarðar og Breiðuvíkur. Gengið er frá Borgarfirði viðKolbeinsfjörutilBrúnavíkur um Brúnavíkurskarð eftir leið 19 á gönguleiðakortinu. Fjaran í Brúnavík er virkilega flott og fínt að gefa sér tíma til að skoða hana og tignarlegar klettabrúnir sem gnæfa þar yfir. Frá fjöru er gengið eftir leið 21 umSúluskarð og Syðravarp ofan Hvalvíkur. Þá fer leið að halla niður aðBreiðuvík þar sem er gengið ofan við Kjólsvík. Gengið er að Kjólsvíkurvarpi eftir leið 29 og þaðan að skála íBreiðuvík. Leiðin er villugjörn í þoku þó hún sé vel stikuð og því við mælum með því að hafa þetta track með til öryggis og þæginda ásamt gönguleiðakortinu.


Stapavík - GönguskarðLeiðin hefst við bæin Unaós á Héraði þar sem er gengið eftir skýrum götum að Krosshöfða og Stapavík, en þar var áður uppskipunarhöfn og verlsunarstaður héraðsmanna. Í Stapavík er að finna mannvirki sem minna á þessa tíma verslunar og uppskipunnar. Frá Stapavík er gengið með gömlu reiðleiðinni yfirGönguskarðtilNjarðvíkur. Þessi leið var áður alfaraleið fráÚthéraðitilBorgarfjarðaráður en akvegur var lagður yfir Vatnsskarð. Leiðin er merkt (leiðir 6 og 7 á korti) en í þoku er vissara að hafa track.


Umhverfis Hvítserk og Leirufjall


Þetta er stórskemmtileg leið sem hentar allri fjölskyldunni þar sem er gengið umhverfis Hvítserk og Leirfjall. Farið er af stað frá VíknaheiðiEyðidalsvarpi við Hákarlshaus. Tilvalið er fyrir þá sem eru fjallageitur að labba áHákarlshaus úr varpinu. Áfram er gengið yfir Dalsvarp og niður í hina bröttu og fögru Herjólfsvík, sem er ein fárra víkna á Víknaslóðum sem hefur aldrei verið í byggð. Gengið er inn dalinn og yfir Herjólfsvíkurvarp og niður í Gunnhildardal sem er falldalur ofan Húsavíkur. Leiðin er ómerkt en afar áhugaverð.

Glettingskollur frá Breiðuvík
Skemmtileg dagleið frá Breiðuvíkurskálanum. Gengið eftir merktri leið nr. 21 yfir Kjólsvíkurvarp. Þaðan er gengið eftir ómerktri leið yfir dalinn að Háuhlaupum við rætur Víðidalsfjalls í átt að Glettingi (553m). Útsýni af Glettingi er magnað yfir nær allar Víknaslóðir og sér þaðan langt suður eftir Austurlandi, allt aðGerpi. Gengið er niður af tindinum til Kjólsvíkur og þaðan aftur inn á leiðina um Kjólsvíkurvarp. Finna þarf góðan stað til þess að fara yfir ánna í Kjólsvík, en hún er þó sjaldan vatnsmikil. Tilvalið er að labba aðeins út af trackinu og að gamla Kjólsvíkurbænum sem stendur neðan við bakkan út við sjó, en rústir bæjarins eru vel sýnilegar og þaðan sést út á vitann á Glettingsnesi. þessi útúrdúr að bænum er stikaður frá dalsbotni. Dyrfjallstindur (1136m)


Þetta er alvöru óstikuð fjallganga á magnað fjall, en hún er aðeins fyrir vana og velbúa fjallgöngumenn. Í raun er samt fátt að varast nema þegar farið er yfir jökulinn á leiðinni. Þar getur myndast gjá milli jökuls og stáls og ber að fara þar öllu með gát. Leiðin er fengin frá www.wildboys.is Útsýnið er hreint út sagt stórkostlegt af tindinum yfir Borgarfjörð og Héraðsflóa. Látið vita af ferðum ykkar áður en er lagt af stað á Dyrfjöll.Svartfell í BorgarfirðiÞetta er skemmtileg hringleið sem tilvalið er að taka frá Borgarfirði og hentar öllum. Gengið er eftir vegslóðanum sem liggur til Breiðuvíkur og beygt út af honum við Fagrahól og gengið upp á tind Svartfells (510m) Brúnavíkurmegin. Fallegt útsýni er af toppnum yfir Borgarfjörð og Brúnavík. Á toppnum er að finna gestabók sem allir eiga að skrifa í. Farið er sömu leið niður af fjallinu en gengið á Hofstarndarmælinn sem er í fjallinu miðju. Svartfellshlíðarnar eru fallegt framhlaup sem hefur myndast einhverntíman eftir síðastliðna ísöld. 


Brúnavíkurhringur
Þessi leið er ein sú allra vinsælasta á Víknaslóðum og mjög góð fyrir gesti sem vilja taka dagleið frá Borgarfirði. Gengið er eftir merktum leiðum 19 og 20 á gönguleiðakortinu. Lagt er af stað frá Kolbeinsfjöru íBorgarfirði og gengið eftir gömlu leiðinni um Brúnavíkurskarð, en til baka um Hofstrandarskarð. Af virðingu við landeigendur viljum við biðja göngufólk ekki að stytta sér leið um land Hofstrandar á leiðinni til baka, heldur halda sig á merktum leiðum.Brúnavík er gróin og litfögur, en fjaran er alveg einstök og tilvalið að gefa sér góðan tíma í að að skoða hana.