Hafnarhólmi

Höfnin á Borgarfirði er einstaklega falleg og einn langvinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Aðstaðan við Hafnarhólma til fuglaskoðunar er með eindæmum góð og hér er auðvelt að komast í návígi við Lunda, Fýl, Ritu og Æðarfugl auk annara tegunda sem dvelja í og við hólmann.

Á undanförnum árum hefur Borgarfjarðarhreppur (nú Múlaþing) ásamt landeigendum lagt metnað sinn í að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn til fuglaskoðunnar og útivistar við höfnina. Búið er að leggja göngupalla um hólmann, opna fuglaskoðunarhús og þar er nú risið glæsilegt þjónustuhús með sýningarrými, veitingaaðstöðu, snyrtingum og aðstöðu fyrir sjómenn. Hér er mikið lundavarp og talsvert æðavarp ásamt dálitlum ritu- og fýlsvörpum. Æðavarpið er mest áberandi í fyrri hluta júní á meðan blikinn er í varpinu. Lundinn er við holur sínar fram í ágústbyrjun og rita og fýll við hreiður út ágúst. 

Aðgangseyrir að fuglabyggðinni er valfrjáls og við treystum á ykkar stuðning til þess að byggja upp þennan áfangastað til framtíðar. 

Frjáls framlög