Á slóðum álfa og huldufólks

Í gær fórum við á leikskólanum niður að Álfaborg í leit að álfastrákum og stelpum til að leika við.  Veðrið var gott og félagsskapurinn einstakur. Ekki varð sú er þetta ritar vör við fleiri börn en þessi þrjú sem eru með henni daglega þó er ég ekki alveg viss um nema að það hafi verið stríðnisálfur úr litlu Álfaborginni sem brá fyrir mig fæti svo ég missti fótana og endaði í stórum polli. Hér koma nokkrar myndir / pictures úr ferðinni og ef vel er að gáð gæti maður haldið að börnin séu í leik við aðra en mennska vini sína.