Aðventan

Í grunn- og leikskólanum var margt brallað á aðventunni.Ásamt hefðbundnu námi var bakað, borðað, sungið, föndrað og dansað. Eftir stofujól 16. des. voru litlu jólin en þar sýndu  nemendur jólaleikrit þar sem þau blönduðu saman leik á sviði og vídeóupptökum og tókst það mjög vel hjá þeim. Við dönsuðum í kringum jólatréð, fengu jólasveina í heimsókn og gæddum okkur á dýrindis kræsingum sem foreldrar og aðrir velunnarar skólans buðu upp á. Þökkum við öllum fyrir þessa góðu stund.