Dagur íslenskrar tungu

Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og var..  svona orti Þórarinn Eldjárn og í dag sungum við  stór sem smá þennan texta við lag Atla Heimis Sveinssonar er við héldum upp á dag íslenskrar tungu. Við fengum góða gesti til okkar í skólann og buðum þeim upp á dagskrá með ljóðalestri, söng og upplestri úr Aðventu Gunnars Gunnarssonar, en þema dagsins hjá okkur voru dýr og tengsl manna og dýra. Að lokinni dagskrá bauð Jóffa okkur upp á vöfflur og kakó sem við gerðum góð skil. Takk allir sem heimsóttu okkur, sjáumst sem fyrst aftur.