Fyrsti skóladagurinn

Í morgun hófum við starfið í grunnskólanum með berjaferð inn í Afrétt í dásamlegu veðri.  Þó að berin væru af skornum skammti spillti það ekki fyrir okkur því við vorum vel skóuð og breyttist berjaferðin í vað- og sull ferð. Við sulluðum í slípollum, byggðum stíflur og könnuðum dýpt polla. Eftir matarhlé, sem eru alveg bráðnauðsynleg í svona ferðum, röltum við út í Hoddmímisholt rifjuðum upp heiti á plöntum og spáðum í heimsmálin. Hér má sjá myndir.