Gönguferð í Loðmundarfjörð

Eftir sundviku fóru nemendur í gönguferð frá Húsavíkurskála til Loðmundarfjarðar. Í Loðmundafirði fylgdum við stíg niður Hryggjabrekkur, niður að ósnum og upp með Fjarðaránni að varpinu í Sævarenda. Þar skoðuðum við listilega gerð kolluhreiður en því næst var gengið í skála Ferðafélagsins. Nemendur unnu ýmiss verkefni bæði á leiðinni og þegar komið var í skálann, en ljúfur dagur lauk með kvöldvöku og húslestri. Daginn eftir flýttum við okkur heim sem mest við máttum þar sem að úrhellisrigning var komin í Nesháls upp úr hádegi. Já enginn er verri þótt hann vökni :) Myndir/pictures  frá ferðinni.