Grænfáninn í fimmta sinn :)

Í dag fengum við grænfánan afhentan í 5 sinn við hátíðlega athöfn. Júlíus Geir Jónsson, formaður umhverfisnefndar, veitti honum viðtöku úr hendi Guðrúnar Schmidt frá landvernd. Í tilefni dagsins voru nemendur búnir að baka og buðum við Guðrúnu í kaffi og með því. Nemendur gengu síðan með henni upp í útikennslustofu og sýndu henni svæðið þar.