Haustferð í Hallormsstað

Í haust fór grunnskólinn í sína árvissu haustferð.  Að þessu sinni brugðum við okkur út fyrir hreppamörkin og fórum í Hallormsstað. Í þessari tveggja daga ferð var margt brallað. Við byrjuðum á að heimsækja Denna í Óbyggðasetrinu, Skúla Björn á Skriðuklaustri og mjög hresst ungt fólk í Snæfellsstofu. Á leiðinni til baka í Hallormsstað kíktum við á "gottáttuhríslu" og Lagarfljótsorminn í Atlavík. Þá var komið fram í myrkur en við létum það ekki á okkur fá og fórum í myrkraberjagöngu í trásafninu. Við gistum í Laufási um nóttina en morgunin eftir gengum við upp í Bjargselsbotna. Um hádegið var grillað í Laufási og farið síðan til Írisar í Slátúrhúsinu þar sem hún fór í skemmtilega leiki með okkur á listasýningunum sem þar voru. Að loknu sundi og ísáti var trillað heim á leið eftir mjög skemmtilega tvo daga.  Hér getið þið séð myndir frá ferðinni.