Laust starf

Grunnskóli Borgarfjarðar eystra auglýsir eftir kennara  Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla og frístund. Í skólanum eru nú 16 nemendur í 2.-9. bekk.  Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu þess og menningu. Við erum m.a. Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf og sveigjanlega kennsluhætti.  

Vegna breytinga vantar okkur kennara fyrir nemendur í 2.-5. bekk.Við leitum að kennara í hlutastarf en um er að ræða kennslu í verkgreinum, bóklegum greinum  og íþróttum  í samstarfi við hina kennara skólans og smíði og val í 8.-9. bekk.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf um áramót.  Til greina kemur að ráða tvo aðila sem deila stöðunni með sér.

Menntun, reynsla og metnaður:

·      Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu.

·      Kennslureynsla er kostur, einnig þeir sem hafa reynslu af útikennslu og samþættingu námsgreina.

  • Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum nauðsynlegur sem og góð samskiptahæfni
  • Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og skólasamfélags
  • Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður og fagleg vinnubrögð ásamt áhuga á að samþætta námsgreinar er nokkuð sem umsækjendur þurfa að hafa metnað fyrir
  • Aðeins reglusamir einstaklingar koma til greina
  • Starfið hentar konum og körlum

 

Umsækjendur skulu sýna fram á hreint sakavottorð eða veita heimild fyrir upplýsingaöflun úr sakaskrá.

Ljósrit af leyfisbréfi eða prófgráðum eða staðfesting á námi skal fylgja umsókn.

 

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2014.

 

Áhugasamir hafi samband  við

Svandísi Egilsdóttur skólastjóra í síma 472-9938 eða 7717217

Umsókn ásamt meðmælum sendist til:  Skólastjóri Svandís Egilsdóttir,  Grunnskóla Borgarfjarðar eystra, 720 Borgarfjörður, eðaskolastjorigbe@ismennt.is

 

Við hlökkum til að heyra frá þér.