Opið hús

Einbeittir nemendur að störfum
Einbeittir nemendur að störfum
Föstudaginn 20. maí verður opið hús í skólanum klukkan 11:00 en þá ætla nemendur að kynna viðfangsefni þau sem þau hafa unnið að nú í valvikunni. Nemendur yngri deildar hafa unnið að verkefni með svokallaðri leitarnámsaðferð en þá byrja nemendur á að spyrja spurningar sem þau vilja finna svar við. Þar sem að þetta er valvika réðu nemendur alfarið viðfangsefnum sínum. Því næst koma nemendur með tilgátu að svari og ákveða með hvaða hætti þeir kynna sér málið og í lok vikunnar kynna allir niðurstöður sínar. Þessi aðferð hvetur börn til vísindalegrar nálgunar og er ætlað að auka ábyrgð þeirra á eigin námi ásamt því að efla nemendalýðræði við skólann.Nemendur eldri deildar hafa einnig unnið að sjálfvöldum verkefnum þessa vikuna í samræmi við áhuga sinn.  Kaffi á könnunni, allir velkomnir