Septemberdagar

Septembermánuður fór um okkur, í grunn- og leikskóla, mjúkum höndum. Margt var brallað, sumt hefðbundið annað nýstárlegt. Við tókum upp kartöflur, heimsóttum hestana, lékum okkur við Tönju í frístundinni og  borðuðum úti enda veðrið oft mjög gott. Við fórum líka niður í Álfaborg og skoðuðum framkvæmdir þar en hrepparar eru að laga og endurbyggja stíginn upp á borgina. Þessi heimsókn var liður í verkefni sem nemendur eru að vinna í umhverfismennt og fjallar friðlýsingu.  Hér má sjá myndir