Skólaslit og skólabyrjun í haust

Grunnskólanum var slitið 27. maí og kennarar eru þessa dagana í óða önn að ganga frá eftir veturinn og undirbúa eins og hægt er fyrir haustið- áður en þeir fara i sumarfrí. Í sumar stendur til að lagfæra ýmislegt, til dæmis, taka til, mála Rifið (miðrýmið) og bæta hljóðvistina í skólanum og aðbúnað okkar með því lagfæra gólf. Þær framkvæmdir fara á fullt þegar leikskólinn fer í sumarfrí í júlí.  Grunnskólahald hefst á ný 17.  ágúst með sundnámskeiði nemenda á Egilsstöðum og skólasetningu kl. 15:30 en 10. og 11 ágúst  munu kennarar heimsækja nemendur og foreldra til að ræða um starf komandi vetrar.  Leikskólinn hefst eftir sumarfrí 5. ágúst.  Glærur frá skólasetnignu má nú finna á heimasíðunni undir tenglar.