Um krakkaálfa

Álfastelpur
Álfastelpur
Núna í janúar höfum við á leikskólanum verið að fjalla um ævintýri og þjóðsögurVið höfum margt brallað og eitt af því er að semja sögur. Hér má lesa sögu sem þau sömdu.

 Um krakkaálfa

Það voru einu sinni álfar sem bjuggu í Álfaborg. Þetta voru krakkaálfar og þeir voru að borða fisk. Svo fóru þau að kubba. Þau bjuggu til risaeðlur úr kubbunum og þeir fóru út með risaeðlurnar. Þegar þeir voru að leika sér í klettunum þá komu mannakrakkarnir og fóru í feluleik. Þau földu sig í klettunum. Krakkaálfarnir fundu mannakrakkana, en mannakrakkarnir sáu ekki krakkaálfana. Þá kom álfadrottningin í Álfaborg með töfrasprotann sinn og sagði "Hókus, pókus, láttu álfana sjást." Þá fóru mannakrakkarnir að kubba með álfunum og svo lásu þau saman bók. Svo fóru þau saman í Álfakaffi og fengu sér kókakóla og ís. Þá heyrðist í tröllskessu koma...... bommmmmm, bommmmm, bomm....  Krakkarnir urðu hrædd...... aaaaaaa.....aaaaaaa....aaaaaa. Þau hlupu öll í Álfaborgina og tröllskessan hljóp á eftir þeim en þegar hún var alveg að komast til þeirra þá kom álfadrottningin og breytti tröllskessunni í lítinn frosk. Froskurinn sagði " kvakk, kvakk og stökk í lækinn.
   Sagan búin