Vor í Leikskólanum

Við á leikskólanum höfum aldeilis haft í mörgu að snúast það sem af er maí. Við fórum út í Höfn að heimsækja lundann þar sem nokkrir nemendur stigu á stokk (  fánastöngssteininn ) og sungu fyrir gesti og gangandi. Einnig er búið að sá gulrótarfræjum, setja upp kartöfluútsæðið, setja niður aspargræðlinga og sá sumarblómafræjum. Í dag fórum við síðan í veðurblíðunni niður í fjárhús til Jökuls og kíktum á lömbin. Við fengum að gefa kindunum kindanammi, klappa lömbum og gefa hestunum hey. Við sáum líka hrossagauk, rjúpu sem er búin að breyta um lit og er komin í sumarfötin sín og tjald sem hljóp á undan okkur yfir heiðina. Hér getið þið séð myndir frá þessu öllu saman :)