100% fjölgun á leikskólanum

Í lok apríl varð 100 % fjölgun á leikskólanum  þegar þrjár litlar dömur byrjuðu hjá okkur. Er þetta kærkomin fjölgun fyrir okkur öll og mjög ánægjuleg í ljósi þess að líka þurfti að ráða annan starfsmann.  Saga hans Hafþórs Snjólfs er því tekin til starfa og auðveldar það alla vinnu með börnunum þar sem nú er auðveldara að sinna mismunandi námskröfum þeirra en alls geta börnin verið ellefu þegar frístundabörnin bætast við.