11.11.11. - Sýning Kormáks Mána og fl. í Sláturhúsinu

KOX - Kormákur Máni
KOX - Kormákur Máni
Það er alltaf gaman að heyra af borgfirðingum sem eru að gera góða hluti í sinni listgrein. Ljósmyndarinn Kormákur Máni Hafsteinsson, sem kallar sig KOX er að fara að opna sýningu ásamt öðru góðu fólki í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þann 11. nóvember og kallast sýningin 11.11.11.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Kormákur Máni sonur Steina Óla og verður því að teljast nokkuð mikil borgfirðingur. Máni hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir verk sín undanfarinn misseri en hann þykir hafa einstaklega mikla hæfileika bakvið myndavélina.

Hér er hægt að sjá smá sýnishorn af "bakvið tjöldin" videóinu sem sýnt verður í Sláturhúsinu í tilefni sýningarinnar 11.11.11, en þar koma fram ýmsir listamenn og sýna sitt.


Flickr-myndasíðu KOX má sjá hérna


Í þessu myndbandi er einnig módel sem er ættað frá Borgarfirði, en það er hún Inga Sæbjörg, dóttir Magga Ásgríms.