17. júní hátíðarhöld á Borgarfirði 2013

Við hjá UMFB ætlum að efna til hátíðarhalda nú á mánudaginn og fagna þjóðhátíðardeginum með stæl. Við vonum að sem flestir komi til með að mæta í rífandi stuði. Dagskráin verður á þennan veg:


·      Frí andlitsmálun fyrir börn á öllum aldri á Heiðinni frá kl 12:30

·      Skrúðganga leggur af stað upp á íþróttavöll klukkan 13:00

·      Fjölbreytt leikja og skemmtidagskrá á vellinum undir stjórn UMFB

·      Kökuhlaðborð í Álfheimum strax að lokinni dagskrá

 

Mætum sem flest í fánalitunum, í þjóðhátíðarskapi og gerum okkur glaðan dag.

 

Skemmtinefnd UMFB