21 miljón á framkvæmdir á stór-Borgarfjarðarsvæðinu

Mynd af væntanlegu útliti hússins út í Höfn
Mynd af væntanlegu útliti hússins út í Höfn
Átta verkefni á Austurlandi fá samtals rúmar 46 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði en tilkynnt var um 600 milljóna úthlutun í morgun. Hæsti styrkurinn hérna eystra fer til uppbyggingar í Hafnarhólma hérna á Borgarfirði.Borgarfjarðarhreppur fékk 13 miljónir til verkefnisins við smábátahöfnina. Styrkurinn að nýtast í deiliskipulags og áframhaldandi hönnunar þjónustubyggingar ásamt framkvæmdum við gönguleiðir, bílastæði og lagnir.
"Framhald á vel unnu verkefni, sem áður hefur fengið styrk frá sjóðnum og stuðlar að uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu" segir í umsögn Ferðamálastofu.

Þar að auki fékk Fljótsdalshérað 8 miljónir vegna lokahnykks á framkvæmdum við þjónustuhús á Vatnsskarði eystra, endurbótum á gönguleiðum, merkingum og upplýsingagjöf til ferðamanna er hyggjast heimsækja náttúruperluna Stórurð og nágrenni Dyrfjalla.

Við getum því verið nokkuð sátt við þessa úthlutun á okkar svæði og mun þetta eflaust hjálpa til við að renna enn frekari stoðum undir ferðaþjónustuna hérna á Borgarfirði.

Hér má sjá lista með öllum þeim er fengu styrki að þessu sinni