3G komið á Borgarfjörð

Áðan fengum við tilkynningu um það að það væri búið að koma upp 3G sambandi á Borgarfirði, mánuði fyrr en áætlað var og því ber vissulega að fagna. Þetta er viss áfangasigur í báráttunni við Símann, en við eigum langt í land. En við vonum bara að önnur þjónusta fari að skila sér og að við getum búið við eðlilegar aðstæður þegar kemur að nettengingum og aðgengi að fjölmiðlum. GSM stöðin er á 900MHz og styður 7.2Mbps gagnahraða og á sama tíma var núverandi GSM stöðin uppfærð úr GPRS í EDGE.