Á Víknaslóðum, göngudagar á Borgarfirði um Hvítasunnuna

Gengið til Brúnavíkur
Gengið til Brúnavíkur
Ferðamálahópurinn hefur ákveðið að vera með göngudaga núna um Hvítasunnuna hérna á Borgarfirði en við fengum styrk frá Menningarráði Austurlands til þess að koma þessu verkefni í gang. Hér gefur að líta dagskránna. Þetta er einföld dagskrá en vonandi fær hún sem flesta til þess að koma til okkar í fjörðinn og njótta helgarinnar saman.  Gistihús og hótel verða með sérstök tilboð í gangi þessa helgi og svo verða allir veitingastaðir opnir og munu bjóða gestum allt það besta sem er að finna á matseðlinum. Verum dugleg að deila þessum viðburði og láta sem flesta vita af þessum dögum. Ég vil líka hvetja heimamenn til þess að taka þátt í þessu með okkur. Auk skipulagðar gönguferða verður BarSvarskeppni (PupQuiz) sem Útsvarsgoðsögnin Stefán Bogi Sveinsson mun sjá um á laugardagskvöldið og svo verða stórtónleikar með Bjartmari Guðlaugsyniá Sunnudagskvöldið, en Bjartmar hefur svo sannarlega slegið aftur í geng að undanförnu og verður gaman að fá hann aftur heim í fjörðinn.



Svona er samsagt planið fyrir þá sem geta ekki lesið á plakatið.

Föstudagur 10. júní.
Kl 19:00. Fjárrekstur til Kjólsvíkur þar sem Helgi Hlynur leyfir fólki að koma með í rekstur til Kjólsvíkur en það er einstök upplifun að reka að kvöldlagi á Víkur. Lagt af stað frá Fjarðarborg. Þátttökugjald 500.- kr. Við heimkomu verður komið við í Fjarðarborg í léttar veitingar.

Laugardagur 11. júní.
Kl 10:00. Gengið frá Njarðvík til Borgarfjarðar. Gengið frá Innra-Hvannagili í Njarðvík
upp Hraundal og yfir til Borgarfjarðar. Einstakt tækifæri til að sjá Dyrfjöll í öllu sínu veldi.
Lagt af stað frá Fjarðarborg og keyrt þaðan til Njarðvíkur. Þátttökugjald 500.- kr.
Kl 13:00. Gönguferð fyrir börn á öllum aldri á Álfaslóðir. Lagt af stað frá Ævintýralandi.
Kl 21:00. Bar-svar (pub-quiz) í Fjarðarborg í umsjón útsvarsstjörnunnar Stefáns Boga Sveinssonar.
Opið fram eftir nóttu og frítt inn.

Sunnudagur 12. júní
Kl 10:00. Brúnavíkurhringur. Gengið frá Kolbeinsfjöru til Brúnavíkur
um Brúnavíkurskarð. Brúnavíkursandur skoðaður og fjallað um byggðina þar. Gengið til
baka til Borgarfjarðar um Hofstrandarskarð. Lagt af stað á bílum frá Fjarðarborg kl 10:00.
Þátttökugjald 500.- kr.
Kl 21:00. Stórtónleikar í Fjarðarborg með Bjartmari Guðlaugssyni. Fyrir tónleikana leika
borgfirsk ungmenni nokkur lög. Opið í Fjarðarborg eftir tónleikana fram eftir nóttu.

Mánudagur 13. júní
Kl 11:00. Gengið á Svartfell (510m). Einstakt útsýni yfir
Borgarfjörð og Víknaslóðir. Þægileg fjölskylduganga. Þátttökugjald 500.- kr.