Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2006 - 2016. Breytt landnotkun í landi Geitlands.

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2006 – 2016 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til iðnaðarsvæðis og vatnsverndarsvæðis utan þéttbýlis.

Um er að ræða breytingu í landi Geitlands á um 2,8 ha. svæði þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði fyrir vatnsátöppunarverksmiðju og tengda starfsemi. Gert er ráð fyrir vatnsöflun í landi Bakka.

Áætlanir gera ráð fyrir framkvæmdum við byggingu verksmiðju, vatnstöku og boranir fyrir vatni þar sem vinnsla grunnvatns verður um 2 l/sek. Vatnsupptaka verður utan reits en borhola er í landi Bakka sem er í eigu Borgarfjarðarhrepps. Jafnframt er auglýst nýtt deiliskipulag fyrir hluta svæðisins
Aðalskipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu verður til sýnis á hreppsstofu Bakkagerði, Borgarfirði Eystri frá og með mánudeginum 1. apríl nk. til mánudagsins 13. maí 2019. Tillagan er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b 105 Reykjavík og heimasíðu Borgarfjarðarhrepps á sama tíma. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 13. maí 2019. Skila skal athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarfjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is  til og með 13. maí 2019.

Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

Byggingarfulltrúinn í Borgarfjarðarhreppi

 

Deiliskipulag Geitlands

Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps

Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps - kort