AdHd tónleikar í Fjarðarborg

AdHd er ein mest spennandi hljómsveit landsins í dag
AdHd er ein mest spennandi hljómsveit landsins í dag
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna um alvöru vetrartónleika í Fjarðarborg en þeir AdHd bræður eru væntanlegir til okkar laugardagskvöldið 25. október kl 21:00
AdHd var mynduð í kringum blues hátíð Hafnar á Hornafirði árið 2007. Hljómsveitin spilaði þar nokkra standarda ásamt eigin efni. Samstarfið gekk vonum framar og náðu meðlimir sveitarinnar einstaklega vel saman. Áframhaldandi samstarf var eðlilegt næsta skref hjá sveitinni.

Það er stórvinur okkar og Borgarfjarðar hann Ómar Guðjónsson sem er gítarleikari í hljómsveitinni, en ásamt honum erum þeir; Óskar Guðjónsson á saxófón, 
Davíð Þór Jónsson á allskonar orgel, hljómborð, píanó og bassa og svo Magnús Trygvason Eliassen sem spilar á trommur. 

Mætum öll á þessa stórkostlegu tónleika og sýnum að það er vel hægt að halda tónleika líka að vetri til á Borgarfirði. 

Miðaverð verður sennilega 2000.- kr og miðar seldir við innganginn

Viðburðurinn á facebook