Aðventugleði grunnskólans

Aðventugleði grunnskólans verður á morgun í miðrými skólans. Við byrjum á jólaföndri kl. 17 og síðan verður kökubasar og happdrætti frá kl. 18:30. Ýmsir skemmtilegir vinningar í pottinum, m.a. hangilæri, steikarpanna og gjafakort í heilsulind Gistihússins á Egilsstöðum. Heitt á könnunni og smákökur í boði grunnskólans. Allir hjartanlega velkomnir!