Afhending endurskinsvesta

Helga Björg að máta vestin á vorskólabörn
Helga Björg að máta vestin á vorskólabörn
Í síðustu viku afhenti fulltrúi slysavarnarsveitarinnar Sveinunga Grunnskólanum fjögur endurskinsvesti handa yngstu nemendum skólans. Helga og nemendum vorskólans veittu þeim viðtöku úr hendi Helgu Bjargar sem, ásamt Steinunni, heimsótti okkur á þemadögum skólans. Þökkum við Sveinunga kærlega fyrir þessa gjöf, en hún mun koma að góðum notum þegar farið er í vettvangsferðir með yngstu nemendurna.  Hérna má sjá myndir frá afhendingunni.