Afmælistónleikar Nonna, Heimildarmyndarbíó og KK í Fjarðarborg

Sumarið er byrjað í Fjarðarborg og margt spennandi framundan. Fyrst er að nefna síðbúna sextugs afmælistónleika Jóns Arngrímssonar sem verða á laugardaginn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Þriðjudaginn 16. júní verður svo frum sýning á heimildamyndinni Berjast, berjast, berjast eftir Eyrúnu Hrefnu Helgadóttur. Myndin er lokaverkefni hennar í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun og fjallar um skrautlegt lið UMFB í utandeildinni í Knattspyrnu. Frábær mynd sem við hvetjum alla til að sjá

Svo eru það stórtónleikar með KK Band sem verða laugardaginn 20. júní.