Aldís Fjóla og hljómsveitin Borgfjörð með lag í spilun

Hljómsveitin Borgfjörð
Hljómsveitin Borgfjörð
Borgfjörð varð til á vormánuðum 2014 og er því að verða eins árs á næstunni. Hún hefur komið víða fram og  hefur meðal annars haldið tónleika á Café Rósenberg og í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra. Borgfjörð var einnig fyrsta band á svið á Bræðslunni síðasta sumar.
Hljómsveitin er skipuð borgfirðingnum Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur söngkonu, Birgi Þórissyni píanóleikara, Birgi Bragasyni bassaleikara, Friðrik Jónssyni gítarleikara, Halldóri Sveinssyni fiðluleikara og Inga Birni Róbertssyni trommuleikara.

„Umbrot“ er fyrsta lag sveitarinnar, en hún hefur undanfarin misseri tekið upp sín fyrstu lög í stúdíó Aldingarðinum í Hafnarfirði. Lagið er samið af hljómsveitarmeðlimum öllum en textann á Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir.

Hægt er að kjósa lagið á vinsældarlista Rásar 2 hérna