Álfacafé hefur opnað

Starfsfólk Álfacafé á góðri stund sumarið 2012
Starfsfólk Álfacafé á góðri stund sumarið 2012
Sumarið er alveg að skella á og þá opnar Álfacafé að venju fyrst veitingastaða í þorpinu. Það er opið nú til að byrja með frá klukkan 10:00 - 18:00. Í boði eru kaffi, kökur og að sjálfsögðu þeirra rómaða fiskisúpa.

Hvetjum alla að skella sér í Álfacafé sem oftast í sumar.