Álfaganga

Fánaberi álfahirðarinnar
Fánaberi álfahirðarinnar
Á föstudaginn s.l. var álfaganga ein mikil farin frá Grunnskólanum niður að Álfakaffi en þar var haldin álfavaka. Í álfagöngunni voru í bland saman mennskir og álfar, sumir sáust mjög vel, aðrir illa og enn aðrir alls ekki neitt en það er jú bara þannig sem góðar álfagöngur eru. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð svo við ætlum ekki að fjölyrða meira um þetta en láta myndirnar tala sínu máli, en hafa skal það í huga að fleiri náðust á mynd en voru í göngunni eða hvað .......