Álfakvöldvaka og kjötkveðjuhátíð 16 og 17 Nóv.

Frá kjötkveðjuhátíð 2011
Frá kjötkveðjuhátíð 2011
Frábært framtak hjá Álfacafé og Gistiheimilinu Blábjörgum, en saman efna þau til menningarhelgi á Borgarfirði þar sem áherslan er á álfa, afslöppun og afbragðsmat. Við vonum að sem allra flestir komi til með að kíkja í fjörðinn um þessi helgi og njóta þess sem Álfacafé og Blábjörg bjóða upp á, og að sjálfsögðu að upplifa Borgarfjörð í vetrarbúningi.