Álfakvöldvaka og Kjötkveðjuhátíð í Álfakaffi

Um síðustu helgi var haldin Álfakvöldvaka og hin árlega Kjötkveðjuhátíð í Álfakaffi. Álfakvöldvakan var haldin á föstudeginum og var vel mætt. Grunnskólabörnin mættu í álfabúningum og spiluðu nokkur álfalög á milli þess sem lesnar voru álfasögur. Þá sagði Jóna Óskarsdóttir frá þeirri álfaupplifun sem henti hana í sumar. 

Kjötkveðjuhátíðin var síðan kvöldið eftir og mættu rúmlega 80 manns. Það var boðið uppá á marga rétti hver öðrum bragðbetri og síðan á eftir var skellt í einn dansleik og var dansað frameftir öllu.