Álfheimar opna nýja heimasíðu

Álfheimar
Álfheimar
Nú hefur ferðaþjónustan Álfheimar opnað nýja heimsíðu fyrir erlendan markað og unnið að annari vinnu í hönnun á kynningarefni. Á þessari nýju síðu er að finna upplýsingar um gistingu, þjónustu og þær náttúrutengdu upplifanir sem hægt er að kaupa hjá þessu vaxandi fyrirtæki. Það á þó eftir að bæta við "líflegri" myndum en það standa til myndatökur með einhverjum flottum fyrirsætum á næstu dögum. Áherslan á síðunni er að sýna "upplifanir" og reyna að ná til skilgreinds markhóps á þann hátt. Í gegnum síðuna er hægt að bóka gistingu og kaupa gönguferðir um Víknaslóðir  í gegnum Artic Adventurs.

Auk þess hefur facebook síða Álfheima verið tekin í gegn og þar fór í gang leikur í dag með veglegum vinningum. Hægt er að vinna tvo miða á Bræðsluna í sumar, bara með því að gerast vinur Álfheima.