Allir á sjó, fullt af fiski og Bláfáninn á leiðinni

Smábátahöfnin
Smábátahöfnin
Sá einstæði atburður gerðist í þann 13. júní að þegar morgunhanar kíktu á vefmyndavélina við Höfnina við Hafnarhólma að enginn bátur fannst á skjánum. Nokkrir fóru að kynna sér hvað væri í gangi en þá kom í ljós að Fídel lá hlémegin frá myndavélinni en það er ljóst að gott fiskverð hefur tosað marga úr höfn. Bátarnir fóru síðan að týnast í höfn og nokkrir með ágætis afla, en um 15 tonn komu að landi þennan dag.

Nánar er hægt að sjá um Aflabrögð á heimasíðu Fiskistofu www.fiskistofa.is og að sjálfsögðu má fylgjast með útræði í vefmyndavélinni.

Stuðið heldur áfram út í Höfn en á morgun á að taka á móti Bláfánanum klukkan 11:00 og hvetjum við alla til að kíkja út í Höfn í tilefni af því.