Alþjóðadagur eldri borgara

Þeir eru margir þessir alþjóðadagar sem hægt er að halda hátíðlega jafnvel vikulega ef vill. Sumir þykja okkur kærkomnari en aðrir og það á við alþjóðadag eldri borgara sem var haldinn hátíðlegur þann 1. okt. s.l. Okkur hefur alltaf fundist ánægjulegt að fá eldriborgara í heimsókn til okkar í skólann hvort sem er á skemmtanir, spilakvöld eða annað sem skólinn stendur fyrir svo við buðum, þennan dag, borgfirskum "heldri borgurum" að koma til okkar. Þeir áttu með okkur góða stund og hlýddu á upplestur, söng, hljóðfæraleik og horfðu á myndasýningu, að lokum þáðu þeir veitingar. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir heimsóknina, vonandi sjáum við ykkur aftur að ári. Hérna má sjá myndir frá þessum degi.